Fólk fær ekki að hjálpa sér sjálft

Ég horfði á Kastljós um daginn þar sem Svava Johnsen (verslunin 17 og fleiri fataverslanir) sat fyrir svörum vegna þess að hún hafi bolað hönnuði úr viðskiptum við aðila í Frakklandi. Svövu fannst bara eðlilegt að hún væri í "einkaviðskiptum" við birgjann en hönnuðurinn stóð frammi fyrir því að fá ekki pöntum sína afhenta og stefndi því í þrot.

Þessi þáttur hefur fengið ótrúlega litla umfjöllun þrátt fyrir að samskiptin í honum séu talandi dæmi um kúgun í viðskiptum sem kenna sig við frjálshyggju.

Sjálfstæðismaðurinn og olíufurstinn Bjarni Benediktsson sagði í sjónvarpinu að hann vildi "hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft". Einstakt dæmi um öfugmæli. Einokun, fákeppni, verðsamráð, einkasamningar og leynimakk þjónar því að bola nýliðum út af markaði. Hvernig getur fylgismaður fákeppni sagt að hann vilji "hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft" væri ekki nær að hann segði bara eins og er að hann vilji koma í veg fyrir að fólk hjálpi sér sjálft.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Vissulega vill Sjallinnn áfram hjálpa sínum mönnum til sjálfshjálpar á annarra kostnað.

Hlédís, 21.3.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er ekki alveg allt í lagi á andlegu hliðinni hjá þér Jakobína Ingunn? Þú hljómar eitthvað svo reið og svekkt. Þú ert svo orðljót og illa fyrir kölluð í öllu blogginu þínu að ég verð að mæla með 1000 metra sundi. Það gerir kraftaverk.

Gústaf Níelsson, 21.3.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Í sama þætti sagði Bjarni að hér á landi hefði ávalt verið fákeppni og mynndi verða um ókomin ár. Það setti að mér pínu hroll við þessi orð hans.

Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 22:33

4 identicon

Ekki láta deigan síga, Jakobína.

Þeir eru farnir að væla undan þér og koma hér hver á fætur öðrum með grátstafinn í kverkunum.

TH (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 00:33

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fyrirgefið strákar mínir ef ég særi blygðurnarkennd ykkar Ég á það til að gleyma því hvað sjálfstæðismenn eru feimnir við sannleikann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband