Vilja ekki heilbrigðan samkeppnismarkað

Ég horfði á Kastljós um daginn þar sem Svava Johnsen (verslunin 17 og fleiri fataverslanir) sat fyrir svörum vegna þess að hún hafi bolað hönnuði úr viðskiptum við aðila í Frakklandi. Svövu fannst bara eðlilegt að hún væri í "einkaviðskiptum" við birgjann en hönnuðurinn stóð frammi fyrir því að fá ekki pöntum sína afhenta og stefndi því í þrot.

Þessi þáttur hefur fengið ótrúlega litla umfjöllun þrátt fyrir að samskiptin í honum séu talandi dæmi um kúgun í viðskiptum sem kenna sig við frjálshyggju.

Gamlir kapitalistar eru óþrjótandi við að finna leiðir til þess að drepa niður heilbrigða samkeppni í k1139122viðskiptalífi.

Sjálfstæðismaðurinn og olíufurstinn Bjarni Benediktsson sagði í sjónvarpinu að hann vildi "hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft". Einstakt dæmi um öfugmæli. Einokun, fákeppni, verðsamráð, einkasamningar og leynimakk þjónar því að bola nýliðum út af markaði. Hvernig getur fylgismaður fákeppni sagt að hann vilji "hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft" væri ekki nær að hann segði bara eins og er að hann vilji koma í veg fyrir að fólk hjálpi sér sjálft.

Últra-kapítalisminn vill að fáir græði rosalega mikið og hinir hafi það skítt í stað heilbrigðrar samkeppni þar sem einstaklingar græða hóflega og enginn hefur það mjög skítt.

Hannes Hólmsteinn Gizzurarson lét heillast af kenningum Miltons Friedmans. Friedman boðar últra-kapitalisma. Einkavæðing skóla og heilsugæslu og láglaunað verkafólk, láglaunaðir kennarar og láglaunað heilbrigðisstarfsfólk eru hluti af hugsýn Friedsmans. Verðmætin lenda í vasa hinnar ráðandi stéttar.

Milton Friedman var aðstoðarmaður einræðisherrans í Chile, Augusto Pinochet. Pinochet notfærði sér ástand þjóðarinnar sem var í áfalli eftir ofbeldisfullt fall og innleiddi últra-kapítalisma. Þeir sem sýndu andstöðu voru fangelsaðir og pyndaðir að mikilli grimmd.

Friedmann hefur verið talsmaður þess að notfæra sér áföll til þess að kýla inn einkavæðingu og launalækkunum. Aðgerðirnar í Chile kölluðu örbyrgð yfir milljónir fjölskyldna. Fólk sem kallaði eftir réttlæti, jöfnuði og mannréttindum fékk að kynnast innviðum pyndingarklefanna.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur leynt og ljóst barist fyrir því að koma hér á últra-kaptitalisma að hætti Friedmans en þrátt fyrir að hér sé allt hrunið í kjölfar auðhyggjunnar hyggst sjálfstæðisflokkurinn ekki gefast upp.

Frambjóðendur sjálfstæðisflokks hafa setið við fótskör Hannesar Hólmsteins og kynnt sér boðskap átrúðnaðargoðsins Miltons Friedmans. Þeir ætla í engu að snúa frá þessum boðskap enda hafa þeir sagt að boðskapurinn hafi ekki brugðist heldur fólkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þess vegna þurfum við lýðveldisbyltingu, ég ætla að kjósa Borgarahreyfinguna í von um breytingar.  Það er löngu tímabært. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:24

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er að hugsa um að halla mér að vinstri grænum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:26

3 identicon

Mótmælafundirnir á Austurvelli eru hættir nú. Í bili allavega.

Ég hef aðeins hugleitt þetta og tel að það eigi eftir að koma alvarlegt bakslag í þetta.

Tel reyndar að þjóðin sé í áfalli - sama fyrirbæri og þú minnist á hér að ofan. Áfall veldur m.a. doða, kvíða og framtaksleysi og ég tel að fréttir síðustu vikna og mánaða s.s. yfirtaka sparisjóða, kúlulánarug veruleikafirrtra óreiðumanna, "skuldabréfavafningar" , flutningur fjármagns í skattaskjól, útgreiðsla arðs úr taprekstri  og fl. og fl. eigi eftir að vekja upp hörð viðbrögð þegar fram í sækir.

Þessir stöðugu gjörningar óreiðumannanna sem nú hellast hver af öðrum yfir almenning geta ekki annað en valdið viðbrögðum. Aðeins spurning um tíma.

Nú loks eru áhugaverðir punktar frá þér á sviði neytendamála, en staðreyndin er sú að enn lætur almenningur valta yfir sig (m.a. bensínokrið og augljós fákeppni á þeim bæ) og umræddar eftirlitsstofnanir og samtök standa á vegbrúninni með hendur í vasa og með kíkinn fyrri blinda auganu. Mala og tala, en ekkert skeður . Fá tékkan sinn örugglega um hver mánaðarmót og sáttir.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 01:30

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Svava er nú bara dona upp alin eiginlega frá rennblautu barnsbeini, í tíð þeirra tíma sem að Félag íslenzkra stórkaupmanna réði hvað var flutt inn & til hverra 'zporzlan' rann.  Tímar þriggja stafa tölu heildsölueinokunarálagningarprózentu.

Margt er ljótt sagt um BónhannezarJóna, en þeir feðgar rústuðu því batteríi nú & ég kann þeim enda enn þakkir fyrir.

Steingrímur Helgason, 22.3.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband