Og ég vissi ekki einu sinni að neyðarlínan hefði verið einkavædd

Sjálfstæðismennirnir á Neyðarlínunni styrktu svo sjálfstæðisflokkinn.

En er eðlilegt að Neyðarlínan styrki stjórnmálaflokka með þessum hætti? Þórhallur vill ekki leggja mat á það. „Í mínum huga er þetta léttvægt,“ segir hann. „Maður er kannski of aumingjagóður að eðlisfari.“

Það er ekkert skrítið þótt Þórhallur segi þetta því aumingja sjálfstæðismennirnir þurfa nú að eyða  miklum peningum í ný áróðursbrögð. Þeir þurfa að telja fólki trú um að þeir séu sómakært fólk og oft hafa menn tekist á við auðveldari verkefni.

Getið þið séð fyrir ykkur ímyndarsérfræðinga sjálfstæðisflokksins að störfum núna? Þeir hljóta að k1009166vera bláir í framan að reyna að upphugsa nýtt slagorð í staðinn fyrir "traust efnahagsstjórn" en fólk fær hláturskrampa þegar sjálfstæðismenn leggja sér þann frasa í munn.


mbl.is Enginn sóttist eftir styrk nema Sjálfstæðisflokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hlýtur að hafa verið erlendis, Jakobína, fyrst þú misstir af látunum með einkavæðingu Neyðarlínunnar. Þetta var eitt af mörgum dæmum um einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins. Umræða fór fram í fjölmiðlum, margir voru á móti þessu en Sjálfstæðisráðherrarnir keyrðu yfir almenningsálitið, þeim var alveg sama.

Svo fólk þurfti nú að hringja í eitt númer, í stað þess að hringja í lögregluna í sínu sveitar- eða bæjarfélagi. Neyðarlínan hefur gert mistök s.s. að senda sjúkrabíl af stað í röngu bæjarfélagi. Sá sem var á Neyðarlínunni þekkti ekki til aðstæðna í því sveitarfélagi þar sem slysið varð.

Rósa (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 07:07

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Neyðarlínan er ohf þ.e. opinbert hlutafélag. Þetta er því svipað og RÚV myndi greiða í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins.

Rúnar Sveinbjörnsson, 22.3.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband