Hvenær getur maður vaknað rólegur?

Fréttir af ótrúlega óskammfeilnum og heimskulegum athöfnum yfirvalda berast á degi hverjum. Menn sem haft hafa til þess völd hafa verið að selja landið undan okkur. Vatnsréttindin, fiskurinn í sjónum öllu er stolið og fært í hendur fjárglæframönnum.

Sextant Capital Management hefur verið ásakað um að hafa fjárfest ólöglega í íslenskum fyrirtækjum sem hafa vatnsréttindi hér á landi, Icelandic Glacier Products, sem reisir núna vatnstöppunarverksmiðju í Rifi og Iceland Global Water 2 Partners, sem hyggst reisa vatnsverksmiðju í Vestmannaeyjum.

Búið er að selja vatnsréttindin við Snæfellsjökul til 99 ára en talið er að vatn sé olía framtíðarinnar. Mikill vilji virðist vera fyrir því hjá sjálfstæðisflokki að koma þessum auðlidnum íslensku þjóðarinnar í hendur erlends auðvalds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þetta er hrikalegt.  Við verðum að vera á varðbergi og standa vörð um auðlindir þjóðarinnar.

Helga Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 00:29

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er ekki laust við flökurleiki hvarfli að manni þegar maður las þessar fréttir um vatnssöluna - og það til tæprar aldar!  Það hlýtur eitthvað að vera að í Snæfellsbæ. Auðvitað á vatnið að vera í þjóðareign og arður af sölu þess og nýtingu að renna í sameiginlega sjóði. Við sættum okkur ekki við neitt annað.

Arinbjörn Kúld, 27.3.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband