Fattaði það loksins

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað þarf til þess að stjórnmálamenn skynji veruleika almennings.  Geir yfirgefur nú sorglegan feril. Hann skildi við þjóðina í byltingarástandi, í ástandi hruns og áfalls. Almenningur var ævareiður þrátt fyrir það að honum væri einungis ljóst um brot þeirra afglapa sem framin höfðu veri í stórnartíð sjálfstæðisflokks. Davíð Oddson tók við velmegandi þjóðarbúi en honum og svo Geir í kjölfarið tókst umbreyta velsæld í neyð á undraskömmum tíma. Í kjölfar Geirs koma aðrir sem hafa lofað að fylgja áfram stefnu Geirs

Drengir sem fæðst hafa ríkir, aldrei þurft að dýfa hendi í kalt vatn eða hvað þá heldur að hafa áhyggjur af því hvort þeir eigi fyrir reikningum um næstu mánaðramót, telja sig vera til þess bæra að stjórna samfélaginu. Hefur þetta fólk skilning eða reynslu til þess að byggja á? Þessir strákar eru í leik með fyrirtækin sín. Þeir vilja græða meira. Hugsa þeir einhvern tíma um þá neyð og vanlíðan sem þeir hafa skapað öðrum fjölskyldufeðrum sem ekki geta séð börnum sínum farborða.

Margir þeirra sem koma fram og tala við almenning virðast hafa litla tilfinningu fyrir grafalvarlegum afleiðingum afglapa þeirra fyrir þjóðina.

Hvers vegna gráta þessir menn ekki þegar þeir standa frammi fyrir heilli þjóð sem þarf að berjast fyrir viðurværi sínu vegna heimsku stjórnmálamanna?


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jakobína, ég er að komast á þá skoðun að þessir menn eig ekki og hafi ekki átt neina þjóð til að vinna gagn, bara flokk og fyrirtæki. Það er ömurleg niðurstaða.

Arinbjörn Kúld, 27.3.2009 kl. 01:26

2 identicon

Jakobína -

Davíð - Friðrik og co

tóku við þjóðarbúi sem var svo skuldsett að það var fáránlegt - þeir ásamt samstarfsfólki sínu - Krötum-Framsókn snéru dæminu við og fyrir nokkru þegar þeim áfanga var náð að ríkissjóður var kominn í + þá var það sögulegur atburður - Geir var íka fjármálaráðherra sem lagði þungt lóð á þá vogarskál.

ÞÚ ???  STJÓRNSÝSLUFRÆÐI ?????  Ja hérna kona góð - lestu staðreyndir en ekki pólitískt ofstæki áður en þú setur svona fullyrðingar við titilinn þinn.

Ég er nefnilega svo gamall að ég man verðbólgumartraðir vinstri stjórna og stöðugleika t.d. Viðreisnarstjórnarinnar - sem og upphreinsanir DO og félaga þegar hann tók við.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 05:45

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þeir eru ennþá nokkrir sem líta á DO sem Guð sinn og hafa sérvaldar minningar þegar þeir skoða söguna. Það er ekkert nýtt. Guðinn þeirra sem stjórnaði frá 1991-2009 er ábyrgur fyrir versta efnahagstjóni Íslandssögunnar og verður geymdur á botni ruslatunnu sögunnar.

Hörðustu Sjálfstæðismenn standa í brunarústunum, sótugir upp fyrir haus, og eru ennþá í afneitun á hruninu, spillingunni og sukkinu sem þeir stóðu að. Og svo spýta þeir út á milli samanbitinna tanna með fyrirlitningu að vinstri mönnum sé ekki treystandi fyrir peningum.

Jafn spilltur flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn varð á skilyrðislaust að leggja niður. Trúmál af þessu tagi eru tímaskekkja.

Haukur Nikulásson, 27.3.2009 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband