Geta til verðmætasköpunar kreist úr byggðalögunum

Þeim dreymir stóra drauma litlu pabbadrengjunum í sjálfstæðisflokk og framsókn. Stór álver, stórar virkjanir og stór fyrirtæki í einokunarstöðu. Framsóknarflokkarnir sem kalla sig gjarnan sjálfstæðisflokk, sjálfstæðisflokk og jafnvel samfylkingu vilja ódýrt vinnuafl og þæga neytendur.

Í þeirra augum eru náttúruauðlindir landsins eitthvað sem maður gefur útlendingum af þeim toga sem kallaðir eru erlendir fjárfestar ekki hinsegin útlendingum sem gjarnan eru kallaðir farandverkamenn því þeir eiga jú að vera ódýrt vinnuafl og þægir neytendur.

Framsóknarflokkarnir aðhyllast heimsvaldastefnu og vilja þurrka út hefðbundin landamæri og skapa ný landamæri á milli auðvaldsins og almennings um heim allan. Í þessu kerfi er almenningi umbreytt í farandverkamenn sem eru fluttir á milli svæða eftir því sem telst hagkvæmt auðvaldinu.

Framsóknarflokkunum, sjálfstæðisflokk, samfylkingu og framsóknarflokknum hefur tekist að umbreyta almenningi í farandverkafólk en því er spáð að tugir þúsunda muni flýja Ísland þegar ástandið fer að blasa við okkur af meiri alvöru.

Sex mánuðir eru liðnir frá því að bankarnir hrundu og ESB gerði hryðjuverkaárás á Ísland með því að loka fyrir gjaldeyrisstreymi til landsins.

Ástandið sem myndaðist í kjölfarið var grafalvarlegt. Við blasti að hér yrði bæði fæðu- og lyfjaskortur en flokkarnir kiknuðu og skrifuðu undir nauðungasamninga sem komu þessari þjóð í skuldaánauð.

Hvað hefur gerst á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá hryðjuverkaárásinni? Hafa stjórnvöld gert eitthvað til þess að tryggja matvælaöryggi á Íslandi? Eitthvað til þess að auka atvinnutækifæri á Íslandi? Nei ekkert hefur verið gert til þess að sinna þessum mikilvægu málaflokkum sem tryggja þjóðinni sess í landinu.

Þvert á móti er atvinnustarfsemi brotin niður. Á undanförnum áratugum hafa sveitafélögin verið geld. Frá þeim hefur verið tekinn mátturinn til tekjuöflunar. Þeim er meinað að veiða fiskinn úr sjónum. Þeim er meinað að fullvinna afurðir sjávarútvegs og landbúnaðar. Orkan er seld dýrum dómum til garðyrkjubænda en stóriðjan fær orkuna nánast gefins.

Geta til verðmætasköpunar hefur verið kreist úr byggðalögunum. Gríðarlega hugarfarsbreytingu þarf til þess að byggja þetta land upp að nýju og gera fólki kleift að búa áfram í landinu.

Það er varla hægt að treysta þessum framsóknarflokkum fyrir framtíð okkar og barna okkar.


mbl.is Íhugaði vel samstarf við VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir Jakobína.

Orð í tíma töluð.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband