Ljúga af meiri hörku en nokkru sinni fyrr

Er það þannig sem sjálfstæðismenn ætla að ávinna traust almennings.

Í tíð sjálfstæðisflokks hafa búið tvær þjóðir í landinu. Hin skattpínda sem hefur þurft að standa undir samneyslunni og hinir sem hafa haft létta skattbyrði. 615 fjölskyldur höfðu upp undir 20 milljónir á mánuði í tekjur árið 2007. Skattbyrði þessara fjölskyldna var mun lægri hlutfallslega en annarra fjölskyldna.

„Við jukum frelsi einstaklinganna og lækkuðum skatta,“ sagði Þorgerður Katrín. Frelsi hvaða einstaklinga spyr ég. Frelsi skattpíndra láglaunafjölskyldna? Frelsi 20.000 fjölskyldna í skuldaánauð? Frelsi 20.000 atvinnulausra?

Hver vill treysta þeim sem ávallt hafa logið? Hver vill treysta þeim sem gera leynisamninga við stóriðujöfra? Hver vill treysta þeim sem þurfa að leyna raunverulegri stefnu sinni? Hver vill treysta þeim sem aðhyllast einokun og fákeppni sem kæfir framtak einstaklinga og frumkvöðla?


mbl.is Skattmann er mættur aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Auðvitað ætti svarið að vera enginn!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.3.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sú staða sem nú er komin upp er mjög athyglisverð.  Þeir sem munu kjósa D eru í raun að styrkja VG í komandi ríksisstjórn.  Allir sem ekki aðhyllast stefnu Vg í ríkisfjármálum ættu að kjósa S, sérstaklega D og B kjósendur.  Meir um þetta á mínu bloggi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 28.3.2009 kl. 16:12

3 identicon

Aumast þykir mér yfirklórið vegna Kaupþingshneykslisins, þar sem hún segist ekki hafa tekið þátt í neinum ákvörðunum um bankana.

Ég spyr: Ef varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra í stjórn sem flokkurinn leiðir tekur ekki þátt í stefnumörkun flokksins og ríkisstjórnar á hans vegum í viðskipta- og fjármálum þjóðarinnar, hver gerir það þá?

Síðan fullyrðir hún að eignir félagsins hafi alltaf verið umfram skuldir fram að aðdraganda hrunsins en það lenti eins og mörg önnur svipuð félög í miklum vandræðum þegar kreppan skall í október. Halló! Hvaða eign var í þessu félagi? Útblásið, falskt mat á þeim verðbréfum sem félagið tók lán til að kaupa?

Ef lykilmanneskja í stjórnmálum á Íslandi ætlar að fara fram á að þau hjónin séu laus allra mála eftir að það féll á þau fleiri hundruð milljón króna skuld og eina eignin á bak við skuldirnar er 500.000 kr. eignarhaldsfélag með einskis verð hlutabréf í eigu sinni fer ég fram á að sama gildi um mínar skuldir.

Íbúðin mín hefur fallið í verði um margar milljónir en skuldir mínar hækkað svipað mikið og íbúðin hefur lækkað. Bankastofnunin sem ég er með lán hjá má hirða íbúðina ef ég er þar með laus við mínar skuldir.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 16:43

4 identicon

Jakobína, hvernu færðu út að skattur þessara fjölskyldna hafi verið hlutfallslega minni? Þessar 615 fjölskyldur borguðu töluverð mikið meira til samfélagsins en aðrir. Án þess að bera blak af mörgum mistökum Sjálfstæðisflokksins og þeim flokkum sem voru með þeim í ríkisstjórn þá leyfi ég mér að efast um innistæður fyrir þessum fullyrðingum þínum. Sérstaklega varðandi fákeppni sem kæfir framtak einstaklinga og frumkvöðla. Hingað til hafa vinstri stjórnir ekki beint blásið lífið í frelsi einstaklinga til athafna. Vonandi að það breytist. Gagnrýni á þennan flokk og ýmsa ráðherra á fullan rétt á sér. En blammeringar út í loftið verða samt alltaf marklausar. Það eru ákveðnir einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins eru ja við skulum segja hættulegir. Það má spjalla ágætlega við þá. En það þýðir ekki að allir í þessum flokki, séu í þeim flokki. Þ.m.t. Þorgerður. Sem er með mestu krötum sem til eru á landinu. En reyndar til hægri. Takk og kveðja.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Einar kynntu þér áhrif jaðarskatta á tekjuhópa áður en þú dregur fullyrðingar mínar í efa.

Það er frekar slök rök að segja að einhverjir aðrir séu verri, svolítið á fjögurra ára þroskanum.

Það er einfaldlega þannig að sjálfstæðismenn hafa haldið hér um taumanna í átján ár og draumórar þeirra um alþjóða fjármálamiðstöð og stóriðjustefna hefur drepið niður nýsköpun og frumkvæði í atvinnulífinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:12

6 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þar er ég sammála þér Jakobína.. Það er nefnilega málið meinsemdin og skaðvaldurinn er enn lifandi í sjálfstæðisflokk. Það eru mjög margir sem trúa því virkilega að það sé gott fyrir samfélagið að þeir ríku séu skattlausir. Tricle down economics and the week and the sick will die in the streets, helth care is privitised and so on,,, Bush,,,Regan,,,,Tacher,,,

Vilhjálmur Árnason, 29.3.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband