Það er ekki nægilegt að segjast vera jafnaðarmannaflokkur...

...það þarf að sýna það í verki.

Jafnaðarmenn sem ekki hafa sést við völd á Íslandi síðustu áratugina hafa það að markmiði að halda uppi lágmarksvelferð og vernda fjölskyldur gegn fátækt og neyð.

Hægri öflin sem hér hafa verið við völd og þar með talin samfylkingin hafa eyðilagt velferðarkerfið á Íslandi.


mbl.is Jafnaðarstefnan leiði þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Kjarni málsins Jakobína og vonandi tekst að breyta þessu.  Úttekt Ingibjargar var góð af hverju svona fór.  Sú stefna sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafði hlaut að enda á þennan veg því græðgisöflunum var sleppt lausum eins og kálfum á vori.  Og unga fólkinu var talið í trú að þetta væri lífið.  Að græða á fjármálabraski og verðbréfaviðskiptum og lifa svo innantómu lúxuslífi.

En eðlileg ályktun Ingibjargar átti að vera sú að mynda ekki stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007.  Til þess var hún kosinn og þar brást Samfylkingin þjóðinni.  En vonandi notar hún tímann til innri íhugunar og komi svo aftur til leiks á ferskum "jafnaðarforsendum".  Hennar tími er ekki liðinn, hún þarf bara að tendra á nýjan leiki innra með sér þá sýn sem hún hafði sem ung kona.  

En ég komst ekki inná athugasemdarkerfið þitt í greininni um furðuveröldina.  Þetta er mögnuð greining og hugsunin og framsetning hennar á fullt erindi til allrar þjóðarinnar eins og tímamótagrein þín um siðferði ICEsave skuldbindingarinnar.  Það eru svona greinar sem eru næring andstöðunnar því þar er hægt að sækja innblástur fyrir sínar eigin hugleiðingar og rök í frekari greinarskrif, málflutning á fundum eða í almennu spjalli eða allstaðar þar sem vonin um betra og réttlátara þjóðfélag lifir og dafnar.  Þannig að ef þig langar að skrifa í Morgunblaðið þá mættirðu alveg útfæra þessar hugleiðingar þínar í fullburða blaðagrein.  Hún myndi vekja umræðu.

Kveðja Ómar.

Ómar Geirsson, 29.3.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband