Leyni-vandræðin

Stjórnmálaflokkarnir sitja fastir í 2007 og þagga niður umræðu um vandræðin sem búið er að koma þjóðarbúinu í.

Kannski ekki mjög skrítið því valdhafarnir (flokkseigendurnir) hafa verið virkir í því að rústa þjóðarbúinu og er þar engin fjórflokkanna undanskilin.

Hvers vegna er sjávarútvegurinn skuldugur? Jú vegna þess að hagsmunaaðilar sem fengu kvótann gefins hafa verið skuldsetja sjávarútveginn til þess að ná út úr honum fjármunum. Kvótagreifarnir kaupa síðan verslunarmiðstöðvar, fjölmiðla og fleira fyrir fjármuni sem þeir hafa kreist út úr sjávarútvegnum.

Hópur einstaklinga sem hirt hafa upp ríkisfyrirtæki, tryggingafélög, banka og fiskinn í sjónum hafa skuldsett alla sjóði landsmanna og rúmlega það. Með illa fengnum fjármunum hafa þeir verið að kaupa upp auðlindirnar. Hitaveitur, vatnsréttindi og landareignir. Eignarhald á Íslandi er í höndum glæpamanna sem hafa rústað atvinnuvegunum og sett almenning í skuldaránauð.

Hvers vegna tala stjórnmálaflokkarnir ekki um þetta. Valdamenn í flokkunum hafa grætt á kvóta og einkavinavæðingu en það er tabú.

Það má ekki tala um að þeir sem rændu þjóðina vilja halda völdum. CAMBBWQ8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já það hefur ekki verið hlustað á þá fáu stjórnmálamenn sem hafa gagnrýnt þetta.

Þorsteinn Sverrisson, 29.3.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband