Engar lausnir - tómt þras

Valdhafarnir eru hræddir og þeir eru í vörn

Þeir þora ekki að horfast í augu við þann gríðarlega skaða sem þeir eru búnir að valda þjóðinni og enginn vill gangast við honum.

Þeir eru uppteknir í að verja eigin hagsmuni og gleyma almenningi.

Almenningur er líka hræddur og dofinn. Almenningur á erfitt með að horfast í augu við þann skaða sem valdhafar hafa valdið.

Ráðaleysi, skortur á frumkvæði og traust á yfirvaldi sem dregið hefur allt hér í skítinn mun ekki leysa nein vandamál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Athugaðu að það er þó einn flokkur sem er með sérstöðu. Framsókn hefur lagt fram 18 heildstæðar tillögur. Meðan aðrir koma ekki fram með aðrar, eru örugglega þær bestu sem eru í boði.

Gestur Guðjónsson, 29.3.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína, alveg rétt hjá þér.  Gestur, það er rétt að stefnuskrá B er heilstæðari en hjá VG.  Ég bíð eftir D og S?  Hins vegar skortir veruleg á að stefna B í ríkisfjármálum sé nógu nákvæm og markviss.  Það þarf að koma með tölur hvernig brúa á hallann, hvar á að skera niður og hvaða skatta á að hækka og hversu mikið.  T.d. hvar stendur Framsókn í eignarskattsumræðunni?  Er B+S óskastjórn beggja flokka?

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.3.2009 kl. 18:24

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Meginstefna Framsoknar er að halda atvinnulifinu gangandi þannig að tekjur haldi áfram að koma og ekki þurfi að skera niður niður nema sem minnst. En auðvitað þarf að gæta aðhalds og eru vinnubrögðin sem viðhöfð voru í borginni undir forystu Óskars Bergssonar ágætur vitnisburður.

Gestur Guðjónsson, 29.3.2009 kl. 20:07

4 identicon

af hverju er ekki hægt að gera nokkurn skapaðan hlut til bjargar heimilinunum þegar hægt er að afskrifa milljarða af fyrirtækjum,er betra að reka hér áfram vonlaus fyrirtæki í nokkur ár, fyrirtæki sem strax byrja að safna skuldum heldur en að hlúa að heimilunun sem hér eru,ég spái því að eftir næstu kosningar, þegar þeir sem komast til valda hverjir sem það verða byrja að skerða þjónustu og hækka skatta á almenning þá muni bresta hér á landflótti sem mun verða meiri en við höfum getað ímindað okkur.

zappa (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband