Undarlegasta ár í mínu lífi

Það byrjaði í október 2008. Hvað sagði Geir, Guð blessi Ísland og svo hófst baráttan. Í kjölfarið fylgdu mánuðir sem sýndu einurð Íslendinga.

Ég var reið. Ég vildi helst klifra upp á þak og öskra, helvítis svikarar. Hvers vegna eiga börnin mín að greiða skuldir Landsbankans? Hvers vegna á Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að fá tækifæri til þess að rífa niður atvinnulífið og sjálfsbjargarhæfni Íslendinga? Hvers vegna höfum við kosið yfir okkur arfavitlausa stjórnmálamenn sem byggt hafa upp hér kerfi sem eyðir lífsbjörginni í landinu.

Og nú er ég reið. Hvers vegna? Vegna þess að enn er dritað yfir almenning.

Hvers vegna er ríkissjóður að lána fjármálafyrirtækjum tugi milljarða? Þessi fyrirtæki skapa ENGIN þjóðhagsleg verðmæti. Þessi fyrirtæki eru hluti af svartholinu sem sýgur til sín verðmætin sem almenningur skapar.

Það er enn verið að rústa efnahag landsins. Þeir sem sitja við stjórnvölinn hafa engan skilning á því hvernig þjóð getur lifað af hryðjuverkin sem yfir hana hefur dunið.

Þeir skilja ekki að við okkur blasir nýtt samfélag. Þeir skilja ekki að það þarf að breyta leikreglunum. Fjármálakerfið er útelt. Einokunin kemur í veg fyrir endurreisn og uppbyggingu.

Samt eru þeir að velja fjármálakerfið og einokunina en hafna fólkinu í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var hárrétt ákvörðun hjá mér að skrifa ekki undir In-defence áskorunina , en mér fanst það augljóst að hér eru ekki hryðjuverkamenn í venjulegum skilningi þessa orðs - og það veit umheimurinn allur. Það er að byrja á öfugum enda að reyna að hvítþvo Ísland af þessum voðaverkum með því að færa undirskriftir með viðhöfn á Breska grund.

Enda hefur komið í ljós að hér eru og voru fjármála-hryðjuverkamenn sem Bretarnir vilja senda skýr skilaboð. Þetta er fámennur hópur og sérlega ánægjulegt að málin eru að skýrast.

Mjög áhugaverð samantekt frá  Jónasi hér frá því fyrr í dag:

"Terroristarnar eru Íslendingar.

Íslenzkir yfirmenn í bönkum og eigendur banka ryksuguðu allt fé, sem þeir fundu víðs vegar um heim. Þeir komu fénu í erlend skattaskjól í þágu eigenda bankanna. Þeir eru allir terroristar. Þeir stunduðu hryðjuverk sín einkum í útlöndum, til dæmis með IceSave. Gagnvart erlendu fólki komu þeir fram sem terroristar. Íslendingar hafa ekkert gert til að koma lögum yfir þá. Ísland er því griðland terrorista í bankaheiminum. Við erum því meðreiðarsveinar terroristanna. Fyndið er, að sumir mótmæla, að Íslendingar séu stimplaðir terroristar. Við ættum fyrst að koma terroristunum okkar í járn".

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já & jamm, & ekkert öðruvízi en það.

Steingrímur Helgason, 29.3.2009 kl. 22:42

3 identicon

Já og jæja já. Það virðist augljóst að haugurinn er svo stór að ráðamenn hver um annan þveran vita ekkert hvar þeir eiga að byrja að moka, hvað þá heldur hvað á að gera við hauginn.  Það er svo miklu auðveldara fyrir hugann að skamma einhvern annan fyrir hvernig komið er. Síðan hlustar maður á fínar stefnur, sem minna á gæluverkefnin, sem  helst var rifist um á þingi síðustu ára þegar allt lék í lyndi.  Þessar fínu stefnur eru svo slitnar úr samhengi við þann veruleika, sem almenningur stendur frammi fyrir með hengingaról skulda margvafða um hálsinn. Skulda, sem hann tók ekki að láni nema að hluta, en er krafinn um að borga dýrum dómum hvað sem tautar og raular eða eignalaus verða. 

Svanborg E. Oskarsdottir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er furðulegt að láta endurreisn fjármálakerfisins ganga fyrir annarri uppbyggingu. Því eins og þú segir þá skapar fjármálakerfið nákvæmlega engin verðmæti eins og við ættum öll að vera orðin meðvituð um núna. Þvert á móti býr það bara til skuldir sem étur upp öll raunveruleg verðmæti.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband