Við sættum okkur ekki við þetta

Eva Joly segir:

Ég tel að alvarlegir glæpir hafi verið framdir og afleiðingar þeirra heimta þunga dóma. Ég held að það sé tími til kominn fyrir venjulegt fólk að sætta sig ekki lengur við svona lagað, að það gangi fram fyrir skjöldu og segi frá því sem það veit. Með þeirra hjálp gengur starf okkar mun skjótar fyrir sig og það skilar einnig betri árangri.

Hvað sagði Ingibjörg Sólrún í haust? Frammistaða okkar verður lögð í dóm kjósenda.

Ætla kjósendur að fyrirgefa samfylkingunni þátt hennar í hruni efnahagskerfisins?

Ætla kjósendur að fyrirgefa samfylkingunni að hún hunsaði jafnaðarhugsjónir og dansaði með spillingaröflunum?

Það er óskammfeilið af samfylkingu að kalla "fram til sigurs" á sama tíma og hún sópar klúðri sínu undir teppið og heldur fram með sömu aðila innanborðs og mærðu útrásarvíkinganna og tóku þátt í spillingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband