Þeir rústuðu þjóðarbúinu og tala nú af óskammfeilni um endurreisn

Þeir ætla þó ekki að snúa af villu síns vegar.

Þeir hafa spillt réttarríkinu.

Þeir hafa forsmáð mannréttindi.

Þeir hafa afhent fjárglæframönnum almannasjóði.

Þeir hafa skapað ójöfnuð og misskiptingu.

Þeir hafa skattpínt lágtekju- og meðaltekjufólk.

Þeir hafa skapað hér forréttindastétt.

Þeir hafa framselt auðlindirnar.

Þeir hafa veðsett framtíð barna okkar.

Þeir hafa stolið vinnuframlagi okkar í áratugi.

Þeir hafa leitt þjóðina í skuldaánauð

Og þeir halda því fram að það sé ekkert athugavert við stefnu þeirra en hafa nú skýrt hana upp á nýtt og kalla hana endurreisn

Samfylkingin útilokar ekki samstarf við þá

Vilja einhverjir komast að kjötkötlunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já hvern sjálfan djöfulinn á það að tákna að Samfylkingin útilokar ekki samstarf ?

hilmar jónsson, 29.3.2009 kl. 22:28

2 identicon

Ég heyri töluvert vonleysi varðandi væntanlegar kosningar, samanber:

"Samfylkingin útilokar ekki samstarf við þá -  Vilja einhverjir komast að kjötkötlunum?"

Kjötkatla-samstaða fjórflokkanna er einfaldlega óásættanleg ógnun við lýðræðið hér og það er mjög mikilvægt að þeim sé veitt raunverulegt aðhald. Það gerum við ekki með því að kjósa þá.

Borgarahreyfingin lofar að taka á ýmsum mikilvægum málum.

x við O í vor.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 22:45

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hákon: Mér sýnist það vera eini raunhæfi kosturinn fyrir okkur sem viljum sjá breytingar. Mér sýnist í raun að það sé eini möguleikinn til að hér verði gerðar einhverjar breytingar á stjórnsýslunni þannig að lýðræðið muni virka á þann veg að almannahagur þjóðarinnar verði hafður í fyrirrúmi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband