Aumur andstæðingur

AMX fréttaveitan gerir mig að umfjöllunarefni undir einhverju sem kallað er á vefnum "fuglahvísl". Pistillinn er ekki undirritaður.

Það verður nú að teljast aumur fréttamiðill sem telur skæting minn í garð þeirra sem vilja græða á offitu Ameríkana merkt fréttaefni. Frekar aumt hjá sjálfstæðisflokknum. Frekar aumt hjá þeim sem vill svara fyrir sig en þorir ekki að gera það undir eigin nafni.

Bloggfærslan er tekin úr samhengi en hún var við frétt í MBL um að menn sem vilja græða ætli að fara að flytja inn feita ameríkana og að þeir ætli að lækna fólk áður en það verður veikt.

Þá segir einnig í færslunni: Þá kvartar hún gjarnan undan því, að á vefmiðlum sé meira vitnað í aðra en hana. Fyndið að þeir skuli segja þetta. Þakklæti er sú grundvallartilfinning sem ég ber í garð vefmiðla almennt og mér finnst að þeir geti alveg komist af án þess að vitna í mig.

Það fer eitthvað fyrir brjóstið á AMX hvernig ég kynni mig á blogginu en er fjölmiðlastéttinni sómi af því AMX skuli kenna sig við hana?k0373077

Og að lokum speki dagsins: “Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni, þá hafnar Sjálfstæðisflokkurinn aðild að Evrópusambandinu…” Ummæli Sigurðar Kára á landsfundi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú hlítur að hafa sagt eitthvað sem ekki mátti segja..vertu ánægð..

zappa (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 01:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Vertu stolt.  Þeir vitna ekki í óverðuga.  Beittari gagnrýnandi Sjálfstæðisflokksins finnst ekki í dag í Netheimum.  

Vinna þín er greinilega ekki til einskis.

kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2009 kl. 10:11

3 Smámynd: Hlédís

Þú mátt vera stolt af undirtektunum, Jakobína!

Hlédís, 30.3.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband