Rányrkja viðskiptablokkanna

Krónan er seld fram hjá hagkerfinu. Gjaldeyrir vegna útflutnings berst ekki til landsins.

Þetta er kallað að "ákvæði í reglum um gjaldeyrisviðskipti um skilaskyldu hefur ekki haldið. "

Ágætt væri ef þetta væri útskýrt betur fyrir lesendum Mbl, t.d. hverjir eiga þarna í hlut.

Eru hinir svo kölluðu "kjölfesturfjárfestar" að reyna að koma þjóðinni enn meir á hausinn?

Kjölfestufjárfestar = fjárglæframenn = útrásarvíkingar?


mbl.is Herða á gjaldeyrishöftin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

ástæða þess að "gjaldeyrir berst ekki til landsins" er að vörur eru seldar úr landi fyrir krónur - sem er fyllilega löglegt.

Hér er útskýring: http://frisk.blog.is/blog/pukablogg/entry/841465/

Púkinn, 31.3.2009 kl. 17:36

2 identicon

Kannski kvótagreifar að braska

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Púki og gjörsamlega ósiðlegt en siðrofið er í fullu gildi og siðblindingjar ráða hér för.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.3.2009 kl. 17:44

4 Smámynd: Púkinn

ósiðlegt?   útflutningsfyrirtækin voru rúin inn að skinni þegar gengi krónunnar var haldið allt, allt of háu til langs tíma.  Þegar þau börmuðu sér var sagt að þetta væru bara "eðlileg ruðningsáhrif".

Nú er gengi krónunnar loks orðið eðlilegt aftur, og þegar útflutningsfyrirtækjunum býðst loksins að fá aðeins skárri kjör með því að selja í krónum, þá er hugsanlega von til að hægt sé að rétta af tapið sem þau máttu þola 2006 og 2007.

Samfélaginu var skítsama um útflutningsfyrirtækin áður...af hverju ættu þau ekki að hugsa um að leiðrétta þann skaða sem efnahagsstjórn síðustu ára olli þeim?

Púkinn, 31.3.2009 kl. 17:49

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Í dag er útflutningur eitt mikilvægasta tæki okkar til þess að komast upp úr þeirri gryfju sem valdhafar eru búnir að demba þjóðinni í. Það er því mikilvægt að útflutningur sé í höndum aðila sem er treystandi til þess að stuðla að velferð þjóðarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.3.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband