Er þetta draumafyrirtæki samfylkingarinnar?

Er þetta nýja Ísland?

Capacent Glacier sérhæfir sig í fjárfestatengslum, bæði innanlands og utan.

Hvað ætla þeir að aðstoða við að selja erlendum fjárfestum, jú auðlindir í jarðvarma og sjávarútveg.

Þeir ætla að aðstoða valdhafanna við að selja Ísland undan börnum okkar.

Hvað verður um afkomendur okkar? Verður framtíð þeirra að vera leiguliðar í eigin landi?


mbl.is Eru tilbúnir í endurreisnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mundu að nú þrengir að með það sem hægt er að bjóða til sölu hér.

Munum eiga von á fleiri brilliant uppákomum á næstu misserum (hinn "sanngjarni og raunsæji" 95 ára vatns-töku-samningur á Snæfellsnesi er bara byrjunin).

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:07

2 identicon

Enn og aftur birtir Mogginn auglýsingar um "öflug, reynsla, hæfni, styrkur, blabla" einhvers félags sem frétt. Lærði Mogginn ekki neitt á síðustu mánuðum?

"Fréttamaður" Moggans skrifar nákvæmlega upp það sem yfirmaður fyrirtækisins segir, og gleymir að sinna sinni vinnu sem fréttamaður á fréttablaði. Eða er Mogginn einungis tilkynningablað?

Valgeir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég neita því ekki að ég fékk smávelgju og verk í magann við lestur þessarrar fréttar. Samfylking í Hafnarfirði seldi vatn hafnfirðinga. Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ seldi vatn snæfellinga sem n.b. kemur úr þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Er þá sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ ekki að selja auðlind okkar allra?

Arinbjörn Kúld, 31.3.2009 kl. 22:30

4 identicon

þau brosa fallega glitnir hvað er hann ekki búinn að gera nóg

gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband