Trúverðugleiki íslenskra viðskipta í rúst

Siðrofið svokallaða lifir góðu lífi í íslensku viðskiptalífi. Eru neyðarlög að verða daglegt brauð á Íslandi og eina leiðin til þess að koma böndum á spillingaröflin?

Hvers vegna er ekki fjallað um hverjir eiga hlut að máli í þessum viðskiptum?

Viðskiptalíf á Íslandi er hulið leynihjúpi. Hver á fyrirtækin? Hver á auðlindirnar? Hvert hverfa verðmætin?

Það þarf að draga fram pólitísk og viðskiptaleg tengsl á Íslandi. Það þarf að gera grein fyrir sjálftöku stjórnmálamanna og það þarf að gera grein fyrir því hverja stjórnmálamenn hafa leppað.

Ég spyr, verður Eva Joly rekin ef leppar viðskiptamafíunar komast til valda í næstu kosningum?


mbl.is Brýnt og óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæl Jakobína, þú ferð sennilega nokkuð nærri um afdrif Evu ef "lepparnir" komast til valda og sennilega er eina ráðið að afnema einkarétt fárra á auðlindum þjóðarinnar.

En sennilega er krónan samt sem áður vitlaust skráð og neyðarlögin einungis að undirlagi IMF. 

Eða verður kannski næsta skref að leita í farangri erlendra ferðamanna, ef þar leynast íslenskar krónur,  munu þeir þá verða sendir úr landi eins og hverjir aðrir Vítis englar?

Magnús Sigurðsson, 31.3.2009 kl. 21:57

2 identicon

Já, það er alveg öruggt að Evu Joly verður sagt upp.

Umfang (e. scope) rannsóknarinnar verður endurmetið, minnkað og henni afhentur one-way-ticket með Flugleiðum til baka.

Það er ekki "tilviljun" að það tók hátt í hálft ár að fá fagaðila í verkið. Hagsmunir eru of miklir.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:03

3 identicon

Hvernig færðu það út að leppar viðskiptamafíunnar séu ekki við völd núna ?

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/31/fme_fai_ekki_heimild_til_ad_falla_fra_saksokn/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:31

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Veistu það Elín að ég hef ekki hugmynd um það hverjir eru leppar viðskiptamafíunnar. En þeir þekkjast helst af verkum sínum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.3.2009 kl. 22:42

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já er svarið við síðustu spurnigunni, komist framsókn eða sjálfstæðisflokkurinn aftur til valda þá verður henni sagt upp fyrir hádegi. Veit ekki með samfylkingu en þaðan er alls að vænta.

Arinbjörn Kúld, 31.3.2009 kl. 22:49

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir með þér Arinbjörn Kúld.

Árni Gunnarsson, 31.3.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband