Nýja orðabókin

Kjölfestufjárfestar: Fjárglæframenn

Athafnamenn: Þjófar

Árangurstengd laun: Þjófnaður bankaeigenda

Erlendir fjárfestar: Íslendingar í leynum í aflöndum, íslenskir þjófar sem eiga leynireikninga í Karabíska hafinu

Útrásarvíkingur: Landráðamaður

Íslenskur auðmaður: Sá sem stolið hefur öllu steini léttara

Viðskiptavild: verðmætamat þjófs á sjálfum sér

Viðskiptahættir: Glæpastarfsemi

Viðskiptaráð: Ráðningarstofa stjórnmálaleppa

Styrkir til stjórnmálamanna: Mútur

Farandverkamenn: Íslendingar sem ekki eru í leynum í aflöndum

Einkavæðing: Sjálftaka

Ágætt er að hafa þessa orðabók til hliðsjónar þegar hlustað er á fjölmiðla. Orðræða fjölmiðlanna hjálpar glæpamönnunum að komast upp með glæpi sína.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það er eins gott að hafa þessar orðskýringar við hendina þegar hlustað er á fréttaþulur þessa löngu daga í íslenskri pólitík.
Ætli þokukennd framsetning fjölmiðlanna og óskýrt orðalag sé vísvitandi leikur valdastétta til að rugla almenning?

Margrét Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér hefur líka skilist að viðskiptaráð sé fjarstýringin sem stýrir a.m.k. Sjálfstæðisflokknum inni á þingi og ekki nóg með það heldur semji þeir frumvörpin upp í hendurnar á þeim og hafi þannig m.a. stuðlað að því haftaleysi sem markaðurinn hefur búið við að undanförnu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:41

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Flott orðabók

Arinbjörn Kúld, 1.4.2009 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband