Draumórar um alheims fjármálamiðstöð á Íslandi rústuðu atvinnuvegunum

Dagdraumar Hannesar Hólmsteins og drengjanna sem setið hafa við fótskör hans hafa slegið grundvöllinn undan atvinnuvegum á Íslandi. Var þetta ekki líka draumur framsóknar?

Bankakerfið sem komið var fyrir í höndum einstaklinga sem höfðu ekki siðferði til þess að takast á við þá ábyrgð hefur eyðilagt traust og orðspor Íslensks atvinnulífs um heim allan.

Aðilar sem vildu verða ríkir buðu sig fram til stjórmála á fölskum forsendum og sköpuðu ásýnd lögmætis um það að fiskarnir sem synda í sjónum getir verið eign tiltekinna aðila.

Nú er verið að skapa ásýnd lögmætis um það að vinnuframlag barna okkar og barnabarna geti verið eign einhverra í framtíðinni.

Með gríðarlegri lántöku í erlendri mynt er verið að taka veð í vinnuframlagi barna okkar um ókomna framtíð.

Þessu þarf að breyta


mbl.is Landsvirkjun segir fjárhagsstöðuna trausta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband