Leppar auðvaldsins fengu stóriðju á heilann en eru vondir í viðskiptum

Ég er á móti stóriðju

Stjórnmálamenn á Íslandi eru sérlega vondir samningamenn og kunna lítið fyrir sér í viðskiptum.

Í hvert skipti sem þeir hafa samið við erlenda aðila hafa þeir gert samninga sem eru afleitir fyrir þjóðarbúið. Íslensku stjórnmálamennirnir sem setið hafa í ríkisstjórn eða verið komið fyrir í stofnunum eða við stjórnun sveitafélaga landsins hafa ýmist gefið eða selt auðlindirnar fyrir slikk og þeir vilja helst fá að halda því áfram. Ekki skil ég hvað þeir græða á því.

Stóriðja skemmir aðrar atvinnugreinar s.s. ferðamennsku. Hvers vegna ættu erlendir ferðamenn að vilja sitja hér í heitum pottum með eiturgufurnar úr iðjuverunum yfir sér?

Orkuna á Íslandi má nýta til framleiðslu á matvælum. Við eigum fjöldan allan af gömlum aflvirkjunum sem búið er að greiða upp. Aflið sem þessar virkjanir gefa getur verið afl til þess að byggja upp hið nýja Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef stundum hugsað um það hversvegna það er svona mikið leyndarmál, hvað álverin borga fyrir rafmagnið til álbræðslunnar.  Hvað borgum við íslenskir neytendur mikið með hverju kílóvatti? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð spurning

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband