Vinnur Egill Helgason í banka?

Hvernig getur einstaklingur sem ekki starfar í banka brotið bankaleynd?

Ég hélt að það væru starfsmenn og stjórnendur banka sem þyrftu að gangast undir skyldur um bankaleynd og beri þar með ábyrgð á því að upplýsingar leki ekki út.


mbl.is Viðskiptaráðherra vill blaðamenn úr snörunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögin eru nú bara túlkuð eftir því hvað hentar hverju sinni.

Ef það er rétt hjá þér að sé Egill ekki starfsmaður í banka þá geti hann ekki brotið gegn bankaleynd,  þá getur hann það samt ef valdamenn segja svo.

XO

Björn I (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já einmitt, ó hvað ég er barnaleg

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.4.2009 kl. 15:45

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Hann vinnur ekki í banka en getur samt brotið bankaleynd. Það er þagnarskylda yfir fjárhagsupplýsingum, líka hjá þeim sem tekur við þeim og er ekki bankamaður. Á móti koma skyldur fjölmiðlamanna til að upplýsa um mál sem varða þjóðarhag. Í þessu tilfelli eru þeir miklu þyngri á metunum og því er þessi eltingaleikur FME óskiljanlegur. Alveg út í bláinn.

Hins vegar á bankaleynd rétt á sér. Þá á ég við að haldinn sé trúnaður við heiðarlega viðskiptamenn þegar það er af eðlilegum ástæðum. 

Haraldur Hansson, 3.4.2009 kl. 16:03

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvað heldur þú Haraldur að stjórnendur og stórir eigendur í bönkum hafi haft mikinn aðgang að upplýsinum um "heiðarlega viðskiptamenn"? Miðað við annað sem gengið hefur á hefur sennilega verið lítil stoð í svokallaðri bankaleynd. En ég tek undir það sem þú segir hagsmunir almennings vega mun þyngra en þagnarskylda um upplýsingar úr bönkum. Þessar nornaveiðar eru fáránlegar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.4.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband