Framtíðarlandið

Framtíðarlandið er friðsæld, réttlæti, hófsemi, frelsi og jöfnuður.

Fortíðin hefur einkennst af græðgi, höftum, kvóta, verðtryggingu, ofstýringu með krónu og ofræði og spillingu yfirvalda.

Til þess að stöðva landsflótta ungs fólks þarf að byggja upp von og jákvæða framtíðarsýn. Ungt fólk þarf að eygja von um atvinnu en einnig þarf að endurmeta lífsgildi. Bretta þarf upp ermarnar og hefja uppbyggingu en ekki staldra við orðin tóm.

Ungt fólk hefur hlutverk í uppbyggingarferlinu.

Fyrir tveimur árum sögðu menn að það væru fjórar grundvallarstoðir undir íslensku atvinnulífi. Stærst þessara stoða væri fjármálamarkaðurinn, síðan stóriðja, fiskveiði og ferðamennska. Við stöndum í rústum þessara hugmynda í dag.

Draumórar um alheims fjármálamarkað og stóriðju villtu mönnum sýn. Það gleymdist að hlúa að og efla þekkingu sem styður sköpun verðmæta úr því sem landið gefur af sér. Hugmyndir sem byggðu á röngu mati á því hverjar væru auðlindir þjóðarinnar leiddu til skipulagsslyss. Þetta þarf að leiðrétta.

Það þarf því að endurhugsa menntun. Von framtíðarinnar hvílir á uppbyggingu atvinnulífsins. Það þarf að vera samhljómur á milli menntunar og tækifæra.

Það þarf því að stuðla að menntun sem skapar þekkingu á sjálfbærni og nýsköpun.

Það þarf að aðlaga og þróa skólanna að nýju samfélagi, nýjum aðstæðum og nýjum tækifærum.

Við þurfum að kasta þeirri hugmynd ný-frjálshyggjunnar að verðmæti geti orðið til úr engu. Til þess að skapa verðmæti þarf að virkja fólk, mannauðinn í landinu, nýta auðlindirnar og skapa til þess þekkingu.

Atvinnutækifærin eiga að spretta upp af rótinni. Við eigum að hlusta á frumkvöðlanna. Við eigum að vernda höfuðstólinn, landið sem börnin okkar erfa. Atvinnutækifærin tengjast landinu, hafinu og orkunni.

Helsta vandamál samtímans eru gríðarlegar erlendar skuldir og háar vaxtagreiðslur sem greiða þarf í erlendum gjaldeyri, ónýt króna, skuldir heimilanna, skuldir fyrirtækjanna og atvinnuleysi. 

Hvert og eitt þessara vandmála er lamandi en það þýðir ekki að missa móðinn. Það þarf að takast á við vandann. Hvert og eitt þessara vandamála krefst sérstakrar athygli. En undirstaða þess að komast úr kreppunni er atvinnulífið, aukin framleiðsla fyrir innanlandsmarkað og aukinn útflutningur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við þurfum sem eitt af fyrstu verkum að skoða tilurð þessara erlendu skulda. Hver stofnaði til þeirra osvfr. Vaxtakjörin og afborgunartíma. Hafi þessar skuldir komið til vegna bankana þá neitum við einfaldlega að borga. Þetta eru skuldir einkafyrirtækja og koma íslensku þjóðinni ekkert við.

Arinbjörn Kúld, 3.4.2009 kl. 17:55

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hugsaðu þér ef garðyrkjubændur fengju rafmagnið á sama verði og álverin.  Þá þyrftum við ekki að flytja inn mikið grænmeti.  Við yrðum sjálfum okkur nóg. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.4.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband