Ríku strákana langar í völd

Sjálfstæðisflokkur og framsókn eru undirrót spillingar á Íslandi. Spilltar og heimskulegar aðgerðir og ákvarðanir manna í þessum flokkum eru rót þeirrar atburðarrásar sem á endanum leiddi til fjármálahryðjuverkaárásar á landið.

Feðurnir í sjálfstæðisflokk og framsókn hafa nú sent drengi sína í stjórnmálin til þess að halda áfram að þjóna erlendu og innlendu auðvaldi. Þeir vilja stóriðju og tilheyrandi eiturgufur í hvern krók og kima landsins. Þeir vilja græða meira og reyna að blekkja almenning og telja honum trú að þetta sé honum til góða.

Einhver sagði mér að olíufélagið N1 ætti 90% allra dekkjaverkstæða í Reykjavík. Einhver sagði mér að olíufélögin væru búin að skipta mér sér landinu. Er þetta ekki einokun ef rétt er?

Nú vilja einkavinavæðingasinnar og einokunarsinnar komast aftur til valda og ef þeir gera það munu þeir ganga endanlega frá þjóðinni.

Leiðtogaumræður á RUV í gær voru athyglisverðar. Hlustið vel.


mbl.is Hryðjuverkalög of harkaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Rósa Sigurðardóttir

Það eru líka athyglisverðar greinarnar hans Michael Hudson í Fréttablaðinu 1.apríl og í morgun. Hann verður svo í Silfrinu á morgun.

Margrét Rósa Sigurðardóttir, 4.4.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband