John Perkins á RUV

Versnandi staða Landsvirkjunar getur verið ávísun á sölu íslenskra auðlinda til stórfyrirtækja og Ísland á að forðast allt samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta segir John Perkins sem vann við að gera nauðasamninga við ríkisstjórnir þriðja heims ríkja.

John Perkins vann við að gera nauðarsamninga við ríkisstjórnir þriðja heimsríkja til að knésetja þær svo bandarísk stórfyrirtæki ættu greiðan aðgang að auðlindum þeirra. Perkins horfir í þessu sambandi til versnandi fjármögnunarstöðu Landsvirkjunar en undanfarið hafa fjármögnunarmöguleikar fyrirtækisins verið metnir litlir sem engir og staða fyrirtækisins því erfið eða slæm að mati fjárfesta.

Perkins segir þetta er ótrúlega sorglegt og fyrirsjáanlegt. Náttúrulegar orkulindir séu mestu auðlindir Íslendinga og stór áliðnaðarfyrirtæki hafa komið hingað til lands til að notfæra sér það. Hann segir algjörlega fáránlegt að ríkisrekið orkufyrirtæki tapi peningum.

Hvers konar samninga hefur forstjóri Landsvirkjunnar og iðnaðarráðherrar eiginlega gert við áliðnaðinn? Hvernig í ósköpunum stendur á því að þetta fyrirtæki stendur ekki undir skuldum?

Ætla mætti að ef vitleysingar hafa ekki verið að stjórna fyrirtækinu að þeir hafi samið í sömu mynt við lánadrottna og viðskiptavinina, þ.e. álfyrirtækin.

Þar með séu Íslendingar ekki aðeins að gefa auðlindir til erlendra stórfyrirtækja heldur tapa gríðarlegum fjármunum. Perkins spyr hvort það myndi ekki gangast Íslendingum betur að nota náttúrulegu orkuna til að hita upp stór gróðurhús til matvælaframleiðslu. Þessi þróun sé alveg dæmigerð þegar svokallaðir efnahagsböðlar komi til sögunnar. Og með aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verður ástandið aðeins verra. Perkins segir að alþjóðlegar lánastofnanir taki þátt í leiknum af fullum krafti og varar sterklega við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband