Michael Hudson á RUV

Michael Hudson, prófessor í hagfræði við Missouri-háskóla, segir að íslenska ríkið eigi ekki að borga skuldir sem það hefur ekki sjálft stofnað til og að hætta eigi samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Verið sé að ráðast á íslenska hagkerfið.

Markmiðið með árásinni segir hann vera að ná yfirráðum yfir náttúruauðlyndum og fjármunum Íslendinga. Hudson var gestur í Silfri Egils í dag. Hann segir að fólk átti sig kannski ekki á þessu en haldi að það séu eðlilegir viðskiptahættir að lánardrottnar krefjist þess að fá greitt strax en svo sé ekki.

Lífsgæði geti ekki aukist undir þessum kringumstæðum þegar vextir og skuldir eru að sliga þjóðarbúið sem geti ekki staðið undir greiðslunum. Hudson gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að láta Ísland greiða af skuldum sem það ræður ekki við og mælir með því að samstarfinu við sjóðinn verði hætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband