Tony hefur nokkuð til síns máls...

þegar hann segir...

 

Leiguliðar í eigin landi, skuldugir og sakbitnir ölmusuþegar undir vernd skjaldborgar fjórflokksins meðan alþjóðlegir auðhringir nýta auðlindirCAMBBWQ8 landsins fyrir slikk í boði ríkisins. 

Við þurfum að endurheimta sjálfsvirðingu okkar. Fyrsta skrefið er að henda imf úr landi og síðan hafna með öllu þeim kröfum sem stjórnvöld virðast vera á góðri leið með að undirgangast fyrir okkar hönd.

Athyglisvert það sem Hudson sagði um niðurfærslu fasteignalána einstaklinga til samræmis við greiðslugetu þeirra. 32% af framfærslutekjum væri rétt að miða við.

Þetta eru sannarlega áhugaverðir tímar sem við lífum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það eru alltaf fleiri og fleiri að sjá nauðsyn þess að afskrifa skuldir heimilina.

Offari, 6.4.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: TARA

Áhugaverðir en ekki mjög eftirsóknarverðir tímar þessa dagana...

TARA, 6.4.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur, milljónir manna færðust undir fátækramörk. Fámenn stétt manna lifa í vellystingum og hirða öll verðmæti sem skapast af þrældómi annarra. Ekki beinlínis spennandi samfélög.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.4.2009 kl. 00:40

4 identicon

Hún var skelfileg myndin sem dregin var upp í Silfrinu. Nú verður eitthvað að fara að gerast. Við eigum að skila IMF-láninu og láta Bretana um að sækja innistæður sínar í eigin skattaskjól.

Kolla (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 01:11

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eins og mælt frá mínu hjarta Kolla. Ég vona að fleiri fari að skilja hvað er að gerast. Ég er þakklát hverjum þeim sem mælir svo skýrt um þetta mál.

það er óboðlegt að dæma börnin okkar til fátæktar til að greiða skuldir útrásarvillinganna og vanhæfni yfirvalda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.4.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband