Bjarni Ben og pabbi Sigmundar Davíðs voru samtímis í stjórn olíufélagsins N1

Hvers vegna fölnar Sigmundur Davíð þegar minnst er á fjármál hans? Hvers vegna segir hann ekki bara kjósendum hversu mikið hann fékk fyrir hlut sinn í Kögun og hvernig hann hefur fjárfest þá fjármuni? Svo geta kjósendur bara dæmt eða þorir Sigmundur ekki að leggja málið í dóm kjósenda.

Pabbi Sigmundar Davíðs seldi sjálfum sér Kögun sem var ríkisfyrirtæki.

Hvers vegna eiga landsmenn að vera að sækja um greiðsluaðlögun þegar þeir hafa ekki verið að eyða um efni fram? Hvers vegna ætlar ríkið að láta skattgreiðendur greiða skuldir sem ríkið hefur ekki stofnað til?

Þetta eru spurningar sem að Sigmundur og Tryggvi Þór hafa ekki séð ástæðu til þess að svara. þeir vilja bara að bankamennirnir fái 20% afslátt af skuldum sínum og sennilega eiga skattgreiðendur að greiða það líka.

Ég fæ ekki betur séð en að bankamennirnir séu að byggja villur hér um borgina. En í einhverjum tilvikum eru þessar villur skráðar sem félag.

Það er nefnilega þannig að bankamennirnir eru ekki blankir. Þeir eru bara að berjast um meiri peninga og meiri völd á meðan að ríkisstjórnin er að reita einhverju í almenning til þess að hafa hann til friðs.

Oligarkaflokkarnir sjálfstæðisflokkur og framsókn berjast fyrir að ná völdum aftur sem bendir til þess að hér sé enn eitthvað sem hægt er að stela.

Ætlar kolkrabbinn að fara að teygja anganna?

Getur verið að kolkrabbinn hafi yfirtekið framsókn?


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Jakobína, ég held að það sé ekki spurniing að Sigmundur Davíð er maður "Finns og félaga".

Hann er að gamla genginu,því miður.

Það er ógnvænlegt að vita af Kolkrabbanum þarna aftur. Bjarni Ben. er líka hluti af gamla genginu.

Þetta eru nýjir menn í gömlum klæðum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 6.4.2009 kl. 07:12

2 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Það varsorglegt að hlusta á þá félaga í gærmorgun. Ólína benti þeim /svona óbeint á tengslin við N1. Og það var sem kjaftshögg fyrir þá.

Ingunn Guðnadóttir, 6.4.2009 kl. 07:46

3 identicon

Það er athyglisvert að um það leiti sem Sigmundur Davíð gaf kost á sér til formennsku í Framsókn byrjaði hann strax að tala um og skrifa (t.d. langan pistil á bloggsíðu sinni) um að það væru í gangi alls konar kjaftasögur um sig og svona sé þetta nú einu sinni að vera í pólitík -og bara soldið hart að þurfa að sitja undir öllum þessum kjaftasögum.

Síðan hef ég tekið eftir að í hvert sinn sem minnst er á að tengsl stjórnmálamanna og viðskiptalífs séu óheppileg í ljósi áralangra spillingamála af slíkum toga þá fýkur Sigmundur Davíð yfirleitt upp.

Ætli hann sé bara soldið nojaður eða hafi eitthvað að fela.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 09:35

4 Smámynd: Offari

Mér er nokk sama hverra manna maðurinn er. Syndir feðrana eiga ekki að dæma menn. Mér líst vel að 20% afskritaleiðina því ég tel að hún sé til bóta fyrir allmenning.

Offari, 6.4.2009 kl. 10:06

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tek undir með "Offari" og Þrym - get þó sagt til um þessa 20% leið

Jón Snæbjörnsson, 6.4.2009 kl. 11:16

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

á að vera; get þó "ekki" sagt til um þessa 20% leið

Jón Snæbjörnsson, 6.4.2009 kl. 11:17

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Strákar mínir til eru menn sem hagnast hafa á að gefa sjálfum sér eiginir almenningþ Ef þið viljið kjósa börn þessarar manna eða jafnvel barnabörn þá er það jú valkostur.

En hvers vegna má ekki tala um þessi tengsl? Ég hélt að þessir strákar væru í endurreins og það mætti tala um allan sannaleika.

Eða er það bara sannleika sem hentar þeim eða þeir hafa búið til.

Það þarf að skera niður höfuðstól af lánum, það þarf að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu en 20% reglan er bullshitt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2009 kl. 12:38

8 identicon

Eru það núna syndir feðrana og erfðarsyndin sem eru til umræðu? Þú virðist vera búin að safna í kringum þig ágætis költi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 13:04

9 identicon

Já, og hverjir eru að bygga þessar villur, hvar eru þær, getur maður farið og skoðað?

Annars var ég að hugsa að þú og Ólína Þ. ættuð að fara í framboð saman. Röksemdafærsla ykkar er a svipð háu plani, réttara sagt lágu plani.

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 13:18

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Svo mikið er víst að hvorki fulltrúar eða stefnuskrá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks verða þjóðinni til framdráttar það hefur sýnt sig og sannað á undanförnum árum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 13:36

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Um margt sammála þér en í öðru ekki.

En 20% niðurfelling er ekki búllshit.  Hún er fyrsta skrefið til að leiðrétta það þjóðfélagslega óréttlæti sem verðtryggingin skapaði.

Þó ég ráði við lánin mín finnst mér það vera blóðpeningar að sjá 20% hækkun á skuldum mínum á sama tíma og eigur mínar falla í verði.  Og þessi 20% hækkun skulda er ekki tilkomin vegna verðbólgu heldur vegna óstjórnar stjórnvalda og atlögu auðmanna að hagkerfi landsins.

Við bankahrunið féllu eigur fólks í verði,  tekjur þess drógust saman, ótal margir urðu atvinnulausir og allur tilkostnaður fólks jókst um tugi prósenta.

Og skuldir þess hækkuðu um 20% vegna kerfis sem gulltryggir alltaf hag auðmann.  Þessar skuldir mínar vil ég fá lækkaðar í þá tölu sem var fyrir atlögu auðmanna að lífi mínu og efnahag.  Mér er drullusama þó einhverjir bankastrákar græði á því líka.  Þeirra tími mun koma og þá mun þeirra bóluhagnaður verða skattlagður til mótvægis við þann kostnað sem gjörðir þeirra ollu samfélaginu.  

En almenningur þarf réttlæti, ekki ölmusur góðgjarna stjórnmálamanna í vinnu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  

Verðtryggingin var ekki hönnuð fyrir það sem gerðist árið 2008.  Að hækka skuldir fólks í þessu ástandi er siðvilla og hana þarfa að leiðrétta áður en borgarastyrjöld skellur á.

Ég veit að þú ert ekki sammála þessum viðhorfum mínum en þú vitnar oft í Hudsson.  Ég ætla að gera það líka máli mínu til stuðnings.

Með verðtryggingu skulda hefur Ísland komið upp einstöku kerfi fyrir banka og aðra lánadrottna sem stóreykur tekjur þeirra af lánastarfsemi, á kostnað launa og tekna af raunverulegri atvinnustarfsemi.

Og seinna segir Hudson:

 Þessari hugmyndafræði er nú fylgt eftir með því að telja íslenskum almenningi trú um að honum standi ekkert annað til boða en að borga skuldirnar sem örfáir einstaklingar hafa steypt sér í, skuldir sem safna vöxtum að öðrum kosti. Þjóðin þarf einfaldlega að gera sér grein fyrir því að þær skuldir sem krafist er að hún greiði, eru meiri en hún getur ráðið við.

Ég er ekki það auðtrúa að ég telji að ég eigi að borga viðbótarskatt vegna skulda minna til fjármagnseigenda.  Mér er nákvæmlega þó þetta kerfið hafi verið í lögum þegar ég tók lánið.  Forsendur þess og forsendur hins "eðlilega" hrundi þegar Íslenskur almenningur varð fyrir hryðjuverkaárás auðafla.  

Fyrsta skrefið til Nýs Íslands er að Frysta verðtrygginguna frá 01.01.08.  

Annað er ekki til umræðu af minni hálfu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2009 kl. 15:29

12 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það sem engum er sagt er að 20% niðurfellingin er ekki fyrir heimilin, hún er fyrir fyrirtækin. Það er einfaldlega auðveldara að selja kjósendum hitt.

Skuldastaðan á Íslandi um áramót skiptist nokkurnveginn svona: Ríkið 5%, heimilin 8% og fyrirtæki 87%.

Af því leiðir að með flötum 20% niðurskurði á allar skuldir þá fara 10 krónur í skuldir fyrirtækja á móti hverri einni krónu til heimilanna.

Ekki verður öllum fyrirtækjum bjargað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að þessi niðurskurður er fyrst og fremst til að bæta eiginfjárstöðu félaga sem fóru of geyst.

Dæmi: N1 skuldaði víst um 40 milljarða um áramótin. Skuldastaða Icelandair er svipuð. 20% niðurskurður þeirra væri því 16 milljarðar króna (kr. 168.000.000.000). Þarna eru Bjarni Ben og Sigmundur Davíð að véla um milljarðahagsmuni sína og sinna.  

Í öllum bænum hjálpið heimilunum, en ekki láta blekkjast af raunverulegri ástæðu þessarar tillögu.

Sigurður Ingi Jónsson, 6.4.2009 kl. 16:19

13 Smámynd: Offari

Hefurðu aldrei heyrt talað um þak á þessari tilögu? Mönnum hættir til að sleppa þeim hluta þegar hugmyndin er gagnrýnd. Það hefur aldrei verið ástæða til þess að gera ástandið verra enn það er. Nógu slæmt er það samt.

Offari, 6.4.2009 kl. 16:29

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þú ert ekkert að lesa rétt ú því sem ég segi ómar. Ég tel ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að leiðrétta verðtryggingu lána aftur í tímann fyrir eigendur húsnæðis.

Þessi patent lausn Tryggva og framsóknar virkar ekki.

Það á að afnema verðtryggingunna að fullu og það hefði átt að vera löngu búið að því. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki afnema verðtryggingu og að því að ég held ekki heldur framsókn. Ég held að verðtryggingin hugnist kolkrabbanum.

Við leiðréttingu þarf að horfa til tveggja þátta og halda þeim aðskildum. Það er annarsvega þarf að hugsa lausn fyrir fasteignamarkaðinn en hinsvegar þarf að leysa vanda atvinnulífsins.

Vandi fasteignamarkarins er tvíþættur, þ.e. annars vegar verðfall fasteigna og hinsvega verðtryggingin og myntkörfulán.

Vandi atvinnulífsins er háir vextir og verðtrygging. Held jafnvel að í þessum geira sé vaxtstigið meira íþyngjandi.

Málflutningur Sigmundar og Tryggva er forheimskandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2009 kl. 16:35

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Staðan á húsnæðismarkaði í dag er fáránleg og er í raun verkfæri bankanna og valdhafanna til eignarupptöku einstaklinga. Meðan verðtryggingin er á lánum er verið að hirða eignir af fólki í hverjum mánuði.

Ég sé fyrir mér leiðréttingu sem best gagnast samfélaginu í heild. Þ.e. að greiðslubyrði lána sé færð niður að greiðslugetu einstaklinga og að lánin séu færð niður til samræmis við verðmæti eigna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2009 kl. 16:44

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Dæmi: N1 skuldaði víst um 40 milljarða um áramótin. Skuldastaða Icelandair er svipuð. 20% niðurskurður þeirra væri því 16 milljarðar króna (kr. 168.000.000.000). Þarna eru Bjarni Ben og Sigmundur Davíð að véla um milljarðahagsmuni sína og sinna.  

Hver á að greiða þennan niður skurð til olíufélags  og flugfélags sem er í eigu Bjarna Ben og Sigmundar; 16 milljarðar, það skildu þó ekki vera fjölskyldurnar sem berjast í bökkum?

Skattgreiðendur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2009 kl. 16:56

17 Smámynd: Offari

Þú villt semsagt frekar taka þetta af lífeyri okkar. Ef við leiðréttum verðtrygginguna aftur í tímann tapa þeir sem eiga pening á verðtryggðum reikningum. Þrátt fyrir að verðtryggingin sé böl fyrir skuldara er hún trygging á lífeyri okkar. Ef við afnemum verðtrygginguna mun það bara einfaldlega vera þjófnaður á skylduleífeyrissjóðum.

Afskriftaleið framsóknar byggist á því að búið sé nú þegar að afskrifa stóran hluta af kröfum á gömlu bankana. Nýju bankarnir kaup bréfin af gömlu bönkunum með 50-65% afslætti. Að slá 20% af þeim skuldum kostar því lítið.

Offari, 6.4.2009 kl. 17:14

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta verður aldrei leiðrétt öðru megin frá því það gengur ekki upp. Hvar heldur þú að þessir snillingar ætli að ná í peninga. Ég skal útskýra það fyrir þér.

Þeir ætla að taka 1000 kall úr hægri vasa þínum setja 900 kall niðurfellingu hjá N1 og setja svo 100 kall í niðurfellingu fyrir þig. Þeir passa sig hins vegar á því að skýra þetta ekki of vel út fyrir þér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2009 kl. 17:39

19 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert alveg frábær Jakobína! Varð bara að minna þig á það

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 17:53

20 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Offari þegar framsókn segir að þessi leið byggist á því að þegar sé búið að afskrifa stóran hlut gömlu bankanna þá gleyma þeir að taka ýmislegt fram. Þessar afskriftir byggja á því að raunverulegt tap kemur á móti. Ég held að þessar afskriftir hafi verið undir 50% og þeim fylgja kvaðir frá lánadrottnum gömlu bankanna.

Þess vegna verða það á endanum skattgreiðendur sem sitja uppi með reikningin af þessari útfærslu. Ég minni á skuldir fyrirtæjanna eru 87% en skuldir heimilanna eru um 8% eftir því sem Sigurður Ingi segir.

Leið Sigmundar og Tryggva felur því fyrst og fremst í sér að hluti af skuldum fyrirtækja verða teknar úr vösum fjölskyldna.

Þetta vita allir sem þekkja vinnubrögð sjálfstæðisflokks og framsóknar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2009 kl. 19:31

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég get ekki að því gert að þú hljómar þannig að þú ert á móti almennri frystingu verðtryggingarinnar.  Ég ræð alveg við mitt lán og margir aðrir en ég er ekki tilbúinn að borga verðtrygginguna á þessum forsendum sem auðmennirnir sköpuðu..

Að færa húsnæðislán að greiðslugetu fólks er mjög teyjanlegt hugtak.  Ég held að það kerfi sem Borgarhreyfingin útfærir virki mjög vel.  En að meta stöðu hvers og eins er útilokað.  Það mun allt loga í illdeilum eftir smá tíma því það verður alltaf spurt af hverju ég en ekki hann og öfugt.

Kerfið þarf því að vera almennt og gagnast öllum.  Í raun þarf að tryggja hvata til að fólk borgi það sem það geti en mismunurinn er höndlaður á þann hátt að fólki missi ekki  eigur sínar.  Það er óhjákvæmilegt að fólk sem skuldar meira, fái meiri niðurfellingu í krónum talið þó það sé sú sama í prósentum.  Dýrast er að fólk  hætti að borga af lánum sínum og komi sér úr landi  Það eru ekki allt auðmenn og braskarar sem eiga dýru eignirnar og það þýðir ekki að níðast á fjöldanum með þeim rökum að annars gætu þeir ríku grætt. 

En það er rétt að vandi fyrirtækja krefst sértækari lausna en það er engum í hag að allt atvinnulíf stöðvist.  Eitthvað þarf að gera annað en að gera ekki neitt.  Þannig augum lít ég tillögur Sigmunds og þó mér geðjist ekki sérstaklega að yfirskuldsettum fyrirtækjum og fyrirlíti auðmennina eins og pestina, þá má ekki láta hag þeira eða óhag stjórna allri umræðu.  Þeir eiga helst ekki að koma neitt til tals heldur hvað kemur okkur, almenningi í landinu best.

Eins og staðan er í dag þá er ekkert gert.  En það þarf eitthvað að gera.

Það eru ég og þú sem töpum.  Auðmennirnir og leppar þeirra fljóta alltaf ofaná.  En almenningur ekki.  Ég hef ekkert að gera með viðráðanlega greiðslugetu ef ég hef ekki vinnu og það er ekkert batterí klárt sem getur yfirtekið öll fyrirtæki landsins.  Þess vegna þarf lausnin að vinnast í sátt við núverandi eigendur.

En ef við gerum ekki neitt þá munu bankarnir sjálfir sjá um að velja og hafna og þeir hafa nú þegar slegið þann tón sem þeir ætla að fara eftir.  Og sá tónn er þekktur.  Afskrifa skuldir stórfyrirtækja en hengja litla manninn.  En flestir vinna hjá litla manninum og því munu svo margir þjást ef "bankaleiðin" er farin.  Og skuldir munu verða afskrifaðar.  Það er óhjákvæmilegt.  Og ég get ekki að því gert að mér finnst Jón Daníelsson hafa einna mest vit og þekkingu á bráðaaðgerðum í kreppu.  Og hann er ráðgjafi Sigmundar.  Þó Sigmundur sé sonur pabba síns þá má það ekki kosta það að Jón sé hundsaður.

Hvað annað betra og annan betri höfum við?

Við þurfum eitthvað strax.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2009 kl. 19:37

22 identicon

Jæja nú ertu búin að stoka þetta tvisvar út, gerir nokkar tilraunir í viðbót. En það sem ég vildi koma á framfæri er:

Fer eitthvað í taugarnar á þér þegar fólk bendir á að þú sért að fara með rangt mál. Þú veist að inn í tillögunum um niðurfellingu skulda er talað um að lítil og meðalstór fyritæki fái niðurfellingu, ekki stórfyrirtæki eins og N1 og Icelandair.

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:46

23 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómar ég er ekki að tala um að meta stöðu hvers og eins. Það eru til viðmið eins og t.d. að taka verðbólgu umfram 5% og færa inn á biðreikning. Gera biðreikninginn síðan upp þegar að verðbólgan er komin niður fyrir 5%.

Aðalatriðið er að grípa til raunhæfra aðgerða sem gagnast fjölskyldum. Þessar aðgerðir þurfa líka að vera í samræmi við raunverulegt ástand í landinu.

Ég myndi t.d. leggja til að vísitölugrunnurinn sé endurskoðaður mörg ár aftur í tímann og verðtryggingin leiðrétt í átt að raunverulegri verðbólgu.

Útreikningar verðtrygginarinnar standast ekki í dag og því á sér eignaupptaka hjá fólki.

Þetta dæmi þarf að skoða sem eina heild en ekki pota hér og þar.

Og svo þurfa ráða menn að herða upp hugann og taka á þessum glæpamönnum sem eru að heimta að þjóðin greiði skuldir sem koma henni ekkert við.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2009 kl. 19:49

24 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Bjöggi mér þykri mjög vænt um þig en þú verður að vera málefnalegur ef þú ætlar að fá að vera í heimsókn hjá mér. Fyrirtækin skulda 87% en heimilin 8%. Ef ég þekki sjálfstæðismenn og framsókn þá gera þeir það sem þeim sýnist eftir kosningar.

Ef þetta samfélag á að verða manneskjulegra þarf að losa sig við afætur úr stjórnmálum hvort sem þeim hefur verið ungað út hjá N1 eða Kögun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2009 kl. 19:54

25 identicon

Hvað er ekki málefnalegt við að benda þér á að inn í tillögunum er talað um að færa niður skuldir lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Að halda öðru fram jafn hart og þú gerðir, kallast að forðast sannleikann. Svo kallast það fordómar þegar fólk dæmir annað fólk út frá ætterni eða hver faðir þeirra var eða hvað hann gerði. Það er líka mjög ómálefnalegt, svona hugsunarháttur á ekki heima í nútímaþjóðfélagi.

Svo finnst mér ekkert að því að færa skuldir fyritækja niður, þau eru öll að fara á hausinn hvort eð er. Þetta myndi kannski bjarga einhverjum. Þú getur ekki farið í aðlögum með fyrirtæki eins og hefur verið talað um heimilinn. Það þarf að koma til flatur niðurskurður þegar kemur að fyrirtækjunum. Hver á að velja fyritæki sem fá niðurfellingu og hvernig verður það ákveðið. Kannski á svipaðan máta eins og Fjármálaráðherran okkar ákvað að hjálpa tveimur bönkum með því að lána þeim milljarða á 2% vöxtum. Afhverju fá önnur fyritæki ekki svon lán eða heimilinn? Við erum að tala um blóðugt stríð ef við ætlum að handvelja fyritæki sem eiga að fá að lifa af. Það verður að hjálpa þeim öllum jafnt og það þarf að hjálpa þeim!!!

Það er nauðsinlegt að halda lífi í fyritækjunum okkar, hvernig sér þú fyrir þér að það sér gert?

Svo er ég alveg rosalega forvitin að fá að vita hvaða bankamenn eru að byggja sér villur og hvar. Þú ættir eiginlega að senda þetta á alla fjölmiðla, ef þetta er rétt hjá þér. Ef ekki, þá finnst mér þetta ansi ómerkilegt og málefnalegt hjá þér.

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 20:13

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Kjarni málsins:

Aðalatriðið er að grípa til raunhæfra aðgerða sem gagnast fjölskyldum. Þessar aðgerðir þurfa líka að vera í samræmi við raunverulegt ástand í landinu.

Raunsæ lýsing á ástandinu:

Það á að afnema verðtrygginguna að fullu og það hefði átt að vera löngu búið að því. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki afnema verðtryggingu og að því að ég held ekki heldur framsókn. Ég held að verðtryggingin hugnist kolkrabbanum.

Við leiðréttingu þarf að horfa til tveggja þátta og halda þeim aðskildum. Það er annarsvegar þarf að hugsa lausn fyrir fasteignamarkaðinn en hinsvegar þarf að leysa vanda atvinnulífsins.

Vandi fasteignamarkarins er tvíþættur, þ.e. annars vegar verðfall fasteigna og hinsvegar verðtryggingin og myntkörfulán.

Vandi atvinnulífsins er háir vextir og verðtrygging. Held jafnvel að í þessum geira sé vaxtastigið meira íþyngjandi.

Ekki hægt að orða hlutina betur.  En hvort sem okkur líkar betur eða verr þá verður ekki friður í landinu nema að við frystum verðtrygginguna.  Minn hugsuður í þessu máli, hann VerðtryggingarBensi segir mér að 20 % talan er tilkomin vegna hækkunar vísitölunnar frá 01.01.08 til 31.03.09.  Og það eru til leiðir til að fjármagna þetta þannig að lífeyrissjóðirnir haldi sínu að mestu.  Og þessi útfærsla er mjög auðveld.  Ef við flækjum hlutina þá er ekki meira gert á meðan fólk rífst um þetta endalaust.

Og það erum við sem þjáumst.  Gleymum auðmönnunum í bili.

Og svona kerfislæg aðgerð kemst ekki í gegn nema með stuðningi Fjórflokksins.  Jaðarframboðin hafa of lítið vægi til að breyta nokkru.

Og það verður eitthvað að gera.  Við erum að falla á tíma.

Hvað skuldir fyrirtækja varðar þá er ég sammála þér að málið sé flóknara en á meðan Andstaðan rífst um leiðir þá fara bankarnir sínar leiðir og hún heitir "Að endurreisa gamla kerfið".

Og hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá verða skuldir stórfyrirtækja afskrifaðar.  N1 mun ekki borga sínar skuldir.  En eiga þá yfirtökuriddararnir að halda sínu.  Mitt svar er nei.  En ég vil frekar að þeir haldi öllu sínu en að deilurnar verði til þess að ekkert sé gert.

En þeir Jón Daníelsson og Gylfi Zoega komu með raunhæfar tillögur sem má útfæra betur.  Og aðeins betri tillögur eiga að koma í þeirra stað.  En hinn möguleikinn er sá og hann er að gerast upp á hvern einasta dag og hann er að Óskar Magnússon og vinir hans eignist sérvalin fyrirtæki en restin fari í vasann á útlendingum.

Þess vegna þarf Andstaðan að sameinast um eitthvað sem virkar og sátt getur náðst um.  Í þessu tilviki getur Andstaðan aðeins verið hugmyndabanki því hún hefur engan þann styrk sem þarf til að koma sínum hugmyndum í verk.  En góðar hugmyndir hafa þann mátt að þær afla sér fylgis, langt út fyrir raða þeirra sem upphaflega komu með þær.

Og í augnablikinu sé ekki aðra leið en þá að styðja hugmyndir Borgarahreyfingarinnar og þeir sem hafa aðrar og betri verða þá að afla þeim fylgis innan raða hennar.

Og á meðan verðum við að hindra að Fjórflokkurinn og sérstaklega þá gamli Kolkrabbinn steli Íslandi.  En ég vil frekar að hann steli því en að IFM eignist landið.  Það er það versta sem getur gerst.

Kveðja að austan.

Og Bjöggi.  Jakobína er að draga upp mynd af ástandi sem er og vekja upp nauðsynlega umræðu um hvað þarf að gera til að þjóðin komist út úr þessu ástandi.  Til að skilja forsendur hennar þá skaltu lesa Bloggin hennar frá því 6. október 2008.  Ef þú hefur þroska til þá muntu ekki láta svona eins og kjáni eftir að þú hefur lesið skrif hennar.

kveðja Ómar.

Ómar Geirsson, 6.4.2009 kl. 21:41

27 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur hvers vegna þarft þú alltaf að afsaka heimsku sjálfstæðismanna með því að aðrir hafi verið heimskir líka. Það hafa verið teknar heimskulegar ákvarðandir í öllum flokkum en þó hvergi eins og í sjálfstæðisflokknum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.4.2009 kl. 23:27

28 Smámynd: ThoR-E

Ég keypti íbúð fyrir 3 árum. Tók lán uppá 11 milljónir. Hef borgað af því í þessi 3 ár milli 60 og 65 þúsund krónur per mánuð.

Í dag stendur lánið í 14.2 milljónum.

Þrátt fyrir að hafa borgað af láninu í 3 ár tugi þúsunda, hefur þetta verðtryggða lán hækkað um rúmar þrjár milljónir.

Þetta á að leiðrétta. Lántakinn fékk aldrei neina auka peninga. Ég fékk aldrei þessar 3 milljónir ofan á lánið. Þetta eru bara tölur á blaði.

Þetta á að leiðrétta STRAX!!!!!

Lífeirissjóðir tapa????... þeir misstu aldrei neina peninga.. lántakinn fékk aldrei neina peninga í viðbót... lánunum var bara breytt.. bætt við lánin milljónir... tölur á blaði...

stórfurðulegt $W%#$&%#&$&/#$%"#

ThoR-E, 7.4.2009 kl. 23:17

29 Smámynd: ThoR-E

Það er hægt að afskrifa skuldir fyrirtækja hægri vinstri ... en heimilin í landinu, fjölskyldurnar skulu sko fá að borga sitt ... og meira til.

Og fólk ætlar að kjósa þessa vitleysu yfir sig aftur ...

það er ekki í lagi með sumt fólk ... það er augljóst.

ThoR-E, 7.4.2009 kl. 23:20

30 Smámynd: Sævar Einarsson

Er flest allir Íslendingar vanvitar? hver kemur til með að borga þessar 20% niðurfellingu skulda ? þó þær væru 50%, hverjir borga það ? jú gott fólk, það lendir á OKKUR að borga þær, síðan hvenær hverfa skuldir burt með einu pennastriki, það lendir á ríkinu að taka þennan skell og hver er ríkið ? vá hvað fólk er alveg slefandi þvengpípandi vitlaust yfir fagurgölum og froðusnökkum ? ætlar það bara að kokgleypa svona kosningaloforð sí svona ? þetta er svona svipað og ég myndi segja "kjósið mig og ég lofa ykkur sól og sumaryl allt árið og rigningu eftir pöntun"

Sævar Einarsson, 8.4.2009 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband