Réttið upp hönd sem takið ekki lengur eftir spillingunni!

Verðsamráð kortafélaga, sakfelling olíufélaga, ónýt króna, atvinnulífið í rúst, heimilin í örvæntingu, velferðarkerfið á leið í slátrun, traustið horfið....HVAR ER REIÐIN kæru Íslendingar. ÖSKUR, BÚSÁHÖLD, HEIMTUM UPPLÝSINGAR. HEIMTUM AÐGERÐIR SEM DUGA.

ÉG ER FJANDI REIÐ. ÉG ER HNEIKSLUÐ. MÉR ER MISBOÐIÐ.

Sjálfstæðismenn, framsókn og samfylking hafa rústað samfélaginu. Siðrofið sem átti sér stað þýddi að ein lög giltu ekki fyrir alla. Siðrofið þýddi að lögin vernduðu ekki almenning, þjóðina.

Athafnir valdhafanna hafa hunsað velferð almennings. Auðvitað er tiltrú á þeim brostin.

Sjálfstæðisflokkur, framsóknarflokkur og samfylking vilja drekkja landinu í virkjunum og stóriðju. Þeir vilja að erlendir aðilar mergsjúgi auðlindirnar. Þeir selja álverum orkuna fyrir slikk. 80% orkunnar sem framleydd er á Íslandi. Afganginn 20% selja þeir almenningi og íslensku atvinnulífi á okurverði.

Auðjöfrar, stóriðjuhöldar hafa mútað íslenskum stjórnmálamönnum með ofurlaunastörfum í stóriðju og öðrum gylliboðum. Leynimakk um orkusamninga tala sínu máli.

Össur vill vera vinur Obama. Össur vill hafa samvinnu við Obama um jarðvarmavirkjanir en hvað fær Obama í staðinn. Fær hann kannski að tappa vatnajökli á flöskur?

Oddviti sjálfstæðismanna er jú búinn að gera leynisamning við kanadískan fjárglæframann um að hann fái að tappa snæfellsjökli á flöskur.

Hvers vegna vilja menn selja auðlindirnar fyrir slikk í leynisamningum.

 


mbl.is Beiðni um verðsamráð hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég held að ég viti svarið við síðustu spurningunni.  Þegar Norsk Hydro var að spila með sveitarstjórnarmenn hér fyrir austan, þá er mér það svo minnisstætt hvað okkar menn voru glaðir þegar þessu háu útlendingar gáfu sig á tal við þá og jafnvel borðuðu með þeim hádegisverð.  

Þetta hefur eitthvað með minnimáttarkennd að gera og það að fá eitt lítið augnablik að vera maður með mönnum sem tala útlensku og eru stórir kallar í útlöndum.  Á vissan hátt er þetta svipuð tilfinning eins og grípur afreksmann smáþjóðar í íþróttum það augnablik sem hann er hylltur á verðlaunapalli stórmóta.  Öll athyglin er hans en annars er það grámygla hversdagslífsins sem ræður.  

Eini gallinn á þessari kenningu er sá að ég fatta ekki hví okkar menn semja alltaf til svona langs tíma því þá er þetta bara "once in a time" en kannski freistast þeir til að finna eitthvað annað sem þeir geta selt fyrir slikk, t.d þjóð sína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2009 kl. 00:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómar takk fyrir innlitið og hvatninguna. Hún er vel þegin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.4.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband