Vill Bjarni Ben gefa jöklabréfaeigendum lífeyrissjóðina?

Eða um hvað ætlar hann að semja við þá?

Í eldhúsdagsumræðum hvetur Bjarni Ben til þess að samið sé við jöklabréfaeigendur.

Fjárhæð 500 milljarðar

Veit Bjarni hver á jöklabréfin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju heldur þú að hann ætli að gefa lífeyrissjóðina? Heldur þú ekki að hann ætli að semja um að lengja á eitthvað af bréfunum eða að "eigendur" þurfi að sætta sig við að fá aðeins hluta greiddan út.

Mér þættu góðir samningar ef þeir enduðu á því að "eigendur" myndu bara sætta sig við ekki neitt og að eignin væru glötuð. Svona eins og margir íslendingar sem fjárfestu í alskonar verðbréfum íslensku bankanna. Krónubréf hafa örugglega verið gefin út sem áhættubréf og því eðlilegt að fjárfestar beri áhættuna.

Svo talandi um eigendur, þá voru þessi bréf fjárfestingakostur í bönkum erlendis. Þeir seldu þá viðskiptavinum sínum bréfin, svona eins og bankar hérna gerðu við peningamarkaðsbréf, svo geimdi bankinn þau fyrir viðskiptavini.

Við getum eiginlega ekki talað um að semja við eigendur heldur bankana sem gáfu þau út, þessir bankar eru þá að semja fyrir hönd viðskiptavina. Þú getur örugglega fundið út hverjir eru stærstu bankarnir sem gáfu út krónubréf. Held að Þjóðverjar, Hollendingar og Japanir hafi verið mjög duglegir að gefa þessi bréf út. Rabobank, Toyota KWF ofl. Þessir aðillar eiga hafa gefið hvað mest af krónubréfum út. Það er líka mögulegt að þessir aðillar hafi gert gjaldmiðalskiptasamninga vegna gengisáhættu þegar kom að borga út bréfin og þannig stuðlað að falli krónunnar þegar krónubréfin hættu að vera jafneftirsótt og menn fóru að missa trúna á krónunni.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Jón Daníelsson

Mér skildist á grein í Fréttablaðinu um daginn að um 400 milljarðar af þessum "jöklabréfum" væru ríkisskuldabréf. Er þaðrétt? Ef svo er, erum við í djúpu lauginni. En er þetta rétt?

Jón Daníelsson, 8.4.2009 kl. 00:34

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Bjöggi takk fyrir innlitið

Jón það væri gott að fá frekari fréttir af eigendum jökla- og krónubréfa.

Þjóðinni kemur þetta við.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.4.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband