Verður maður lygalaupur ef maður verður stjórnmálamaður?

Nú hef ég boðið mig fram í annað sæti á lista frjálslyndra í Reykjavík suður. Sturla sem er í fyrsta sæti er gríðarlega kröftugur og heiðarlegur maður. Honum væri vel trúandi til að toga mig inn á þing.

Hvað gerist ef ég fer á þing? Umbreytist ég þá í stjórnmálamann og fera að tala þvælu? Þetta er verðugt umhugsunarefni.


mbl.is Fundi óvænt frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það hefur hingað til verið talinn kostur :)

Finnur Bárðarson, 10.4.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nei - ekki þú mín kæra

Arinbjörn Kúld, 10.4.2009 kl. 17:21

3 Smámynd: Offari

Ja nú veit ég ekki ég hef séð embætti og völd breyta mörgum góðum manni til hins verra en sumir hafa haldið áfram að vera sömu mennirnir þrátt fyrir völdin.

Offari, 10.4.2009 kl. 17:25

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég held að það sé töluvert erfitt starf að vera þingmaður. Ég held að maður þurfi líka að vinna töluverða heimavinnu. Það sem mér sýnist þó erfiðast er vinnustaðurinn sjálfur og mórallinn sem þar hefur fengið að þrífast. Það hlýtur að útheimta töluverða orku að standa í lappirnar frammi fyrir þeirri orðræðu sem þar hefur fengið að þróas. Hins vegar held ég að það hljóti að vera afar persónubundið hvort sá sem kemst inn á þing er og/eða verður lygamörður. Það er e.t.v. háð flokksmóralnum líka.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.4.2009 kl. 17:41

5 Smámynd: Offari

Ég hef nú engar áhyggjur af því að Jakobína verði bensínlaus komist hún á þing.

Offari, 10.4.2009 kl. 17:49

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Nei, nei, þú verður ekki svoleyðis. Aftur á móti ferð þú að heilsa fólki á mannamótum með handabandi og reynir að gera þig áberandi, svoleiðis virkar. Mæta í jarðarfarir hjá annarra flokka fólki og þá verður sagt; hann/hún var þá þrátt fyrir allt frjálslyndur.

Allt til að halda fylginu!!!

Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 19:27

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Þorsteinn það þarf að setja hámarg á þingsetu stjórnmálamanna svo þeir verði ekki of fáránlegir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.4.2009 kl. 19:48

8 identicon

Vissulega er Sturla flottur en þú gætir ýtt honum inn því ég get trúað að þú hafir ekki síður stuðning en hann. Reyndar hafði ég vonast til þess að þið bæði færuð fram fyrir Borgarahreyfinguna og skil eiginlega ekki í því að þið séuð með frjálslyndum?

Rósa (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 19:50

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir hughreystinguna, Finnur, Ari, Offari og Rakel. Það er ábyggilega mikil vinna að standa í þessum lygaþvættingi eins og þeir sem eru með allt niður um sig stunda þessa daganna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.4.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband