Mútuþægni stjórnmálaflokka er grafalvarlegt mál

Engum flokki sem tekið hefur við mútugreiðslum frá auðmönnum eða stórfyrirtækjum er treystandi til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd almennings.

Þegar upplýsingar um mútuþægni sjórnmálaflokka koma upp á yfirborðið vekur það fjölda spurninga.

Hver voru heilindi stjórnmálamanna í orkusamningum við stóriðju?

Hvers vegna eru bankamenn ekki rannsakaðir, yfirheyrðir, gerð hjá þeim húsleit osfrv?

Hver hafa framlög álveranna verið í gegn um tíðina og hvað hafa þau fengið í staðin?

Hver eru markmiðin þegar stjórnmálamenn ganga til samninga við fyrir tæki sem hafa veitt þeim mútur?

Hvernig markar þetta uppbyggingu og fagmensku í stjórnsýslunni, dómskerfinu osfrv?

Hvaða áhrif hefur þetta á vöktun stjórnmálamanna yfir velferðakerfinu?

Hvað hafa stjórnmálamenn þegið á bak við luktar dyr, inn á leynireikninga og með greiðasemi í formi ofurlaunastarfa fyrir fjölskyldu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vil vita nákvæmlega hvað álfyrirtækin borga fyrir hvert kílówatt sem þau fá.  Hvað borgum við hinn venjulegi Íslendingur mikið niður hvert kílówatt fyrir álrisana? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2009 kl. 01:53

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já það er allsstaðar sukkk og svínarí. Gleðilega páska samt.  Við hér á Kópaskeri fengum ekkert góðæri og það bjargar okkur kanski(kanski ekki) Hafðu það sem best.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 11.4.2009 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband