Hvað er í gangi í fjármálaeftirlitinu?

Hvers vegna styður fjármálaeftirlitið ekki rannsókn bankanna?

Er fjármálaeftirlitið með óhreint mjöl í pokahorninu?

...eða hefur einhver á þeim þumalskrúfuna...tengist það mútuþegum...eða öðrum stjórnmálamönnum...embættismönnum?

Haf fleiri þegið mútur, t.d. embættismenn eða foringjar í stofnunum samfélagsins?

Vonandi tekst Joly að hrista upp í þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki veitir af að rannsóknir óháðra aðila, helst útlendinga verði gerðar hérna vegna ýmissa mála. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Höfum eitt í huga, að Joly sjálf hefur varað við að rannsóknin taki sennilega fleiri ár, og einnig að hafa ekki miklar væntingar um að ná aftur til baka mjög verulegu fjármagni. Þessir gamblarar, eru sennilega búnir að tapa megninu.

En, mjög sennilega, eiga þeir tugthúsið skilið. En, eins og hún einnig benti á, ekki verður auðvelt að fá fram hagstæðan dóm, í málum.

Dómara skortir skilning á flóknum fjárglæframálum, og hafa skv. hennar reinslu tilhneygingu til að síkna fremur en hitt ef þeir skilja ekki alveg málið, að hennar mati.

Vart eru íslenskir dómarar, sleipari á svellinu, en þeir dómarar sem hún hefur haft reynslu af.

Svo, fyrirfram aðvörun, að búast ekki við miklum árangri.

Kveðja.

Einar Björn Bjarnason, 11.4.2009 kl. 02:10

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Margt er skrýtið í kýrhausnum.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 11.4.2009 kl. 02:16

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gæti  hluti skýringarinnar verið sú að FME sé að miklu leyti skipað vanhæfu starfsfólki

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.4.2009 kl. 02:20

5 identicon

Ef allir íslenskir dómarar eru í Sjálfstæðisflokknum (utan einn) ætli það sama gildi ekki með FME? Er þetta ekki ein aðalástæðan fyrir tregðu í embættismannakerfinu á stjórnunarstiginu: að sækja þarf línuna til flokksins áður en brugðist er við?

Rósa (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 05:30

6 identicon

Trúlegt að hafi verið pólítískar ráðningar í öll stöðugildi þar. Kannski er ekki nóg að yfirmaðurinn fái pokann.

Kolla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 06:21

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Góð ábending.  En hver hefur eftirlit með eftirlitsstofnunum ríkisins?  Þetta er aldagamalt vandamál sem Rómverjar veltu  mikið fyrir sér en Íslendingar virðast algjörlega utangátta hér sem víðar.

Hver fylgjist t.d. með Landlækni?

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.4.2009 kl. 07:16

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Væri ekki úr vegi í framtíðinni þegar þjóðin fer á þing og tekur við að gera alþingi sjálft að yfirvaldi allra þessara eftirlita?

Arinbjörn Kúld, 11.4.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband