Hvers vegna hafa hinir flokkarnir ekki hundsvit á atvinnumálum?

Á opnum fundi á Nasa í kvöld kom fram að:

Borgarahreyfingin var ekki með neina stefnu í atvinnumálum, framsókn og sjálfstæðisflokkur vilja halda áfram að gefa erlendum fjárfestum orkuna og eyðileggja landið okkar með mengandi stóriðju, Vinstri græn og samfylking vilja gera göngustíga og klára tónlistarhúsið fyrir litla 13,5 milljarða, já og ganga í ESB.

Við í frjálslyndum viljum raunverulega verðmætasköpun sem skilar sér til þjóðarinnar og það næst með því að bjóða fyrirtækjunum í landinu orkuna á sanngjörnu verði. Efla ilrækt (grænmeti) rækta korn til skepnufóðurs og manneldis, framleiða áburð, vinna úr íslensku hráefni s.s. vikri, fullvinna New Image14afurðir úr sjávarútvegi og landbúnaði, fullvinna ál, efla ferðamannaþjónustu, menningartengda ferðamannaþjónustu.

Við skulum ekki gleyma því að störf í þessum greinum skapa afleidd störf í þjónustu í Reykjavík.

Hugmyndir hinna flokkanna um atvinnusköpun bera vott um að stefnan sé mótuð af fólki sem hefur ekki hundsvit á atvinnusköpun og frumkvöðlastarfi.

Þeir nota fín orð eins og hátækniver eða gagnaþjóna og tala eins og þá sé vandinn leystur. Starfsemi af því tagi eru langtímamál.

Við þurfum lausnir sem virka STRAX

Og við viljum ekki ganga í ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér fannst nú Ástþór standa sig best á þessum fundi. Sigmundur Davíð og Katrín var líka ágæt. Helgi hjörfar hefur eflaust verið góður en þar sem ég trúi ekki Esb lausnina þá fannst mér hann bara bulla.

Hinsvegar leist mér ekkert á Karl V-inn þinn og Þráinn. Svo Frjálslyndir fengju ekki atkvæði frá mér ef ég fengi að kjósa í þessu kjördæmi.

Offari, 15.4.2009 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband