Fyrsta þolraunin í framboðsbaráttunni

Það er búið að vera annasamt í kosningabaráttunni. Safna undirskriftum, heimsækja stofnanir, hanna dreifipésa o.s.frv.

Ég var að koma af ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Þar sat ég í pallborði í umræðuNew Image14 um heilbrigðiskerfið fyrir hönd Frjálslynda flokksins. Ég sat þar með fyrrverandi og núverandi ráðherrum og heilbrigðisráðherrum en Ævar hjá útvarpinu kynnti mig sem framtíðarheilbrigðisráðherra og þakkaði ég honum vingjarnleg orð í minn garð.

Við í framboði fyrir Frjálslynda flokknum erum ekkert að leggja upp laupanna enda málstaðurinn góður.

Ég hélt stuttu framsögu og birti hana hér:

Mikill órói ríkir nú í samfélaginu vegna boðaðra niðurskurða hjá hinu opinbera. Ekki bætir úr skák að fréttir af niðurskurði eru ónákvæmar og ýmsar tölur á lofti þar um.

Koma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hingað til lands hefur reynst þjóðinni þungur baggi. Atvinnulífið er sligast undan okurvöxtum. Atvinnuleysi eykst og skattastofnar lækka. Skatttekjur ríkissjóðs lækka.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir kröfu um hallalaus fjárlög árið 2013. Það er áhyggjuefni.

Ef ekki er gripið til óhefðbundinna aðgerða munu ýmsir koma til með að finna fyrir sársaukanum af niðurskurði.

Ef við förum ekki að huga að raunverulegri uppbyggingu atvinnulífs sem skapar atvinnu til framtíðar og arð fyrir þjóðina fremur en að sitja föst í því að búa til göngustíga, byggja tónlistahallir og selja erlendum orkuna fyrir slikk munu kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins leiða til hörmunga sem eru áhyggjuefni fyrir aldraða, fatlaða, atvinnulausa og aðra sem standa höllum fæti.

Það er einfaldlega svo að verðmætasköpun í framleiðsluferlum er það eina sem getur bætt hag þjóðarbúsins og dregið úr áfalli vegna hruns draumaórafjármálastóriðu valdaflokkanna á Íslandi.

Svörin við spurningum Samtaka fyrirtæja í Heilbrigðisþjónustu byggjast því að hluta á því hvernig þjóðarbúinu verður stjórnað næstu árin.

Velmegandi samfélag stendur vörð um samtryggingu velferðar. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt að samfélagið deili fjárhagslegum byrðum sem skapast af því að sumir veikjast og eða stríða við vanheilsu.

Við sem erum þessarar skoðunar þurfum að hafa vitið fyrir hinum sem hafa ekki hugsýn til þess að sjá fyrir sér samfélag sem ekki tryggir jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Hugmyndir um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins í heild sinni má rekja til vanþekkingar stjórnmálaafla og auðmanna á heilsuhagfræði og faraldursfræði. Almenn heilsa í samfélagi er ekki málefni fjárfesta sem hafa arðsemi fyrirtækja að leiðarljósi. Einkarekstur í tilteknum hlutum heilbrigðiskerfisins hefur þó reynst ágætlega á Íslandi.

Heildarsýn á velferð í samfélagi þarf að vera til staðar við skipulagningu heilbrigðisþjónustu og dugir þar sýn fjárfesta um arðsemi skammt til. Til þess að meta hagkvæmni heilbrigðisþjónustu þarf einatt að líta út fyrir rekstarreikninginn og til annarra samfélagslegra þátta.

Myndin: frambjóðendur Frjálslynda flokksins í efstu sæti í Reykjavík suður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband