Valdabaráttan um Ísland

Himinháir vextir á Íslandi vekja spurningar um það hverjir séu að reyna að knéstetja Ísland,

Háir vextir eru að drepa niður atvinnulífið og rústa heimilum í landinu.

Fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir græða á háum vöxtum.

Það er engin skynsamleg ástæða fyrir því að halda vöxtum háum á Íslandi

Gjaldeyrishöft vernda krónuna fullkomlega og hægt væri að lækka vextina niður í 3% á morgun.

 


mbl.is Evruvextir fara ekki í núllið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

á  ekki allt að falla í ljúfa löð við afsökunarbeini landsbankastjóranns?

zappa (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 14:19

2 identicon

Gjaldeyrishöft halda alls ekki - sorry. Gengi krónunnar er í algjöru frífalli. Þú færð ekki íslenskar krónur í Þýskalandi undir 280 kr á evruna, jafnvel þó Seðlabanki Íslands segi að hún eigi að kosta 170 kr evran.

Sammála því að lækka vexti en þegar skilyrðin skapast til þess - við viljum ekki annað hrun er það? Við erum því miður að súpa seyðið af 18 ára sukktíma og óráðsíu í hagstjórn þessa lands - auðvitað er það sárt að vakna daginn eftir flott fyllerí og finna til.

Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 16:44

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

lækkun vaxta mun styrkja krónuna þar sem eftirspurn eftir krónum mun minnka þar sem krónuhafar fá færri krónur í vexti

til hvers að vera með höft og háa vexti, algjör firra?

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.4.2009 kl. 20:10

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Andri, áttu við að framboð á krónum muni minnka ef krónuhafar fá hærri krónur í vexti. Því minni eftirspurn eftir krónum hlýtur að veikja krónuna.

Theódór Norðkvist, 18.4.2009 kl. 20:23

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Theodor það er lítil eftirspurn eftir krónu þrátt fyrir háa vexti. Dæmi eru um það að menn kaupi krónu ódýrt í útlöndum og komi með hana hingað til lands og selji hana hér á hærra verði.

Gríðalegir háir vextir af jökla og krónubréfum togar gjaldeyri út úr landinu. Gríðalega háir vextir drepa niður fyrirtæki í útflutningi rétt eins og önnur fyrirtæki og hefta innstreymi gjaldeyris.

Háir vextir eru því miður að gera þetta land óbyggilegt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.4.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband