Orkuverð hefur verið að drepa niður matvælaframleiðslu á Íslandi

Frá þessu segir á RUV:

Samband garðyrkjubænda ákvað á aðalfundi á föstudag að skrifa ekki undir samning við landbúnaðarráðherra um niðurskurð á greiðslum til bænda. Hækkun rafmagnskostnaðar stendur í veginum.

Garðyrkjubændur vilja fyrst fá afdráttarlausa yfirlýsingu um að hætt verði við fjórðungs hækkun á rafmagni sem fyrrverandi landbúnaðarráðherra ákvað. Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda segir að ekki geti verið um þjóðarsátt að ræða þegar ósamið er við einn aðila af þremur.

Valdhafar hafa gengið erinda hagsmunaaðila í innflutningi og drepið niður matvælaframleiðslu í landinu með höftum og óeðlilegri verðlangningu til matvælaiðnaðarins. Þegar ESB stöðvaði gjaldeyrisstreymi til landsins í haust kom berlega í ljós að matvælaöryggi á Íslandi er af skornum skammti.

Það er bráðnauðsynlegt að efla matvælaframleyðslu á Íslandi til þess að spara gjaldeyri vegna innflutnings matvæla.

Munum að gjaldeyrinn sem við erum að nota er fenginn að láni og það eru börnin okkar sem þurfa að greiða hann til baka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það er ekki saman að jafna. Þarna kemur það fram ótvírætt að LV vinnur gegn Íslenskri framleiðslu til að niðurgreiða erlendar bræðslur.

Ég er hjartanlega sammála því að efla skyldi innlenda matvælaframleiðslu. Og því ættu stjórnvöld að höndla allt það sem snýr að landbúnaði á Íslandi með ítrustu varúð.

Andrés Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband