Drepa búsáhaldsbyltinguna

Nú eru sjálfstæðismenn búnir að verja fjármunum okkar skattgreiðenda í málþóf svo vikum skiptir og drepa niður væntingar almennings um bætta stjórnarskrá og aukið lýðræði.

Ég var í Silfrinu Agli Helgasyni í vetur og ræddi þar hvernig flokks- og ráðherraræði hefði rústað velmegunarsamfélgi okkar. Ég sagði að þjóðin yrði að gera áhlaup á þingið í næstu kosningum. Þjóðin verðu að kjósa sjálfa sig á þing. VIÐ GETUM EKKI TREYST SITJANDI ÞINGMÖNNUM TIL ÞESS AÐ BREYTA FYRIR OKKUR STJÓRNARSKRÁNNI.

Við í Frjálslynda flokknum erum fólkið. Við í frjálslyndaflokknum höfum barist fyrir lýðræði og DSC07477mannréttindum frá upphafi.

Við heimtum nýja stjórnarskrá!

VIÐ VILJUM NÝTT FÓLK Á ÞING!

Sjálfstæðismenn, samfylking og framsókn hafa gengið erinda útrásarvíkinganna sem hafa verið rausnarlegir við kosningasjóði þeirra.

Ef landsmenn vilja nýja stjórnarskrá þurfa þeir að kjósa annað en fjórflokkinn á þing.

Á myndinni eru frambjóðendur í efstu sætum Frjálslynda flokksins í Reykjavík suður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Það hefur bara verið fullmikið um bræðra og systravíg hjá Frjálslyndum til að við friðsamir mótmælendur frá vetrardögum - leggjum til inngöngu.... Þið þurfið fyrst að láta Drottinn blessa heimilið (heimilisfriðinn)

Sævar Helgason, 18.4.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er alveg merkilegur málflutningur. það er allt í rúst hjá stóru flokkunum og rýtingarnir standa þar út úr bakinu á mönnum.

Mikil friðsæld ríkir meðal okkar í frjálslyndum og við erum góðir vinir. Aðrir flokkar geta öfundað okkur af samstöðunni.

Og við erum sammála um það að vil viljum spillinguna burt og nýtt Ísland

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.4.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband