Áhyggjurnar víða, grunnskólar og leikskólar

Sveitafélögin í vanda þýðir að skólarnir eru í vanda. Vandinn er orðin mjög alvarlegur þegar að lán eru tekin fyrir rekstrarkostnaði.

Boðaðar eru gjaldtökur eða hækkanir á útsvari og uppsagnir. Það lítur út fyrir að sveitafélögin hafi ofurskuldsett sig mörg hver.

Frétt á RUV

Fara þarf í algjöra endurskoðun á tekjustofni sveitarfélaganna segir Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdarstjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Staða margra sveitarfélaga er verulega slæm og hafa sum þeirra þurft að taka lán til að greiða út laun.

Sveitarfélög eins og aðrir séu í þröngri stöðu. Þau hafi gefið það út að velferðarþjónustu verði haldi úti og  laun greidd. Þau hafi þurft að skera niður allt sem hægt sé án þess að segja upp fólki. Hann hafi þó heyrt að næsti leikur sé að hefja uppsagnir. Hjálpa þurfi  þeim sveitarfélögum sem verst séu stödd, fjármagnskostnaðurinn sé að sliga þau. Skoða þurfi sveitarfélögin á hinu nýja Íslandi og fara í algjöra endurskoðun á tekjustofnum þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband