Lágkúra andskotans

Ég hef verið að skoða málflutning stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninganna. Málssvarar flokkanna tala eins og þeir séu búnir að gleyma atburðarrás undanfarinna mánaða og aðdraganda bankahrunsins sem var langur.

Hræðsluáróður og prédikanir eru verkfæri stjórnmálaflokkanna. Stjórnmálamenn sem eiga varla eftir tutlu í sjálfum sér eftir að vera búnir að sélja sig útrásarvíkingum, kjölfestufjárfestum og kvótagreifum koma sjálfum sér á framfæri með því að telja almenningi trú um að allt fari hér til fjandans, já meira til fjandans ef við leifum þeim ekki að komast að og þrælpína okkur áfram.

Rökhugsun virðist vera algerlega úr sambandi hjá þessu fólki sem þyrstir í góðu sætin sín á þingi og sér litla ástæðu til þess að koma hreint fram gagnvart almenningi.

Fáránlegast er að horfa á stjórnmálamenn sem hafa þegið mútur, svikið kjósendur og matað krókinn fyrir vini og ættingja lofa fólki bjartri framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þetta er nákvæmlega eins og ég hefði orðað það

Steinn Hafliðason, 22.4.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Prófkjör viðhalda þessari lágkúru, enda er þau heilög sama hvað gengur á.  Það er alveg rétt að það eru ekki margir sem eru nú í framboði sem hafa 100W toppstykki í sæmilegu lagi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.4.2009 kl. 10:30

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég segi pass, sami rassinn undir atvinnupólitíkusum. Enda veit ég ekki enn hvað ég ætla að kjósa.

Rut Sumarliðadóttir, 22.4.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband