Heldur maðurinn að við séum hálfvitar

 Þessi ágæti Dani kallar skuldir Björgólfs Thors, Heiðars Más og fleiri skuldir Íslendinga og vill að íslenskir skattgreiðendur borgi þær.

Íslenski skattgreiðendur voru ekki aðilar að viðskiptum bankanna og bera það ENGA ÁBYRGÐ. ENGA samkvæmt aldagömlum venjum, hefðum og lagatilbúnaði.

Christensen vill eins og margir svikarar við íslensku þjóðina, almenning eða skattgreiðendur að þjóðinni sé troðið inn í ESB með hræðsluáróðri.

Hvað með það þó enginn vilji fjárfesta á Íslandi þessa stundina. Þessir svokölluðu fjárfestar hafa lítið gert annað en að arðræna þjóðina og ég segi bara takk það er komið nóg af því góða.

Christensen ruglar saman gróðabraski erlendra fjárfesta og efnahag landsins sem er alls ekki hið sama.

Það duga engar skyndilausnir. Þjóðin verður að byggja sig upp innan frá ef hún á að halda sjálfstæði sínu og auðlindum.

Og nei takk ríkissjóður Íslands á ekki að borga skuldir Björgólfs Thors og félaga.

Eftirfarandi klausa á Vísi.is er gott dæmi um það hvernig útrásarvíkingar með ítök í fjölmiðlum beita hræðsluáróðri og múgsefjun til þess að véla þjóðina til þess að greiða skuldir þeirra og hleypa þeim að auðlindunum:

Bloomberg ræðir m.a. við Lars Christensen yfirmann nýmarkaðasviðs Danske Bank sem segir að Íslendingar séu enn að glíma við sömu vandamál og áður. Það sé engin hraðlausn til á vandanum. „Þeir verða einfaldlega að greiða skuldir sínar," segir Christensen

Christensen segir að enginn vilji fjárfesta á Íslandi þessa stundina. „En það er algjörlega nauðsynlegt fyrir efnahag landsins að Íslandi verði áfram opið og að fjármagnsmarkaðir landsins byrji að virka. Annars muni efnahagur landsins algjörlega staðna og afleiðingar þess gætu orðið skelfilegar."

Ef ríkisstjórnin yfirtekur skuldir Björgólfs Thors og félaga, skuldir sem þjóðin hefur ekki stofnað til eða á nokkurn hátt verið aðili að mun efnahagur landsins algjörlega staðna og afleiðingar þess gætu orðið skelfilegar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jakobína.

Þú ert mögnuð.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 29.4.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fólk sem peningar og auglýsingaruslpóstur (sem enginn heilvita maður kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla) laug til valda í gervilýðræðiskerfi afhenti þessum aðilum bankana og þessi klappstýrusöfnuður pólitískra eigna fjármálakerfisins og ruslveitugagna þess hélt síðan almenningi sofandi á meðan fjármálabólan var blásin upp, hreinsað innan úr bönkunum og skelinni síðan á endanum dömpað á fyrri eigendur. Það er í sjálfu sér ekki óeðlileg krafa að við öxlum ábyrgð á þessum afglöpum. Hvers vegna kjósum við alónýtt líð í einhverjum keyptum kosningum í gervilýðræðiskerfi? Hvaða hagsmunum erum við að þjóna? Í hvaða stöðu erum við núna og er sú staða í okkar þágu eða kostenda þessa ónýta liðs?

Baldur Fjölnisson, 29.4.2009 kl. 00:30

3 identicon

eru ekki Íslensk stjórnvöld á sama máli og þessi Dani,semsagt að við,þjóðin eigum að taka að okkur að borga skuldir þessara glæpamanna, sem síðan bjóðast til að "kaupa"fyrrverandi þrotabú (sem skuldir hafa verið afskrifaðar af, yfir á okkur)á slikk.. 

zappa (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er vægast sagt mjög undarlegt mál Zappa. Ég hef grun um að afstaða manna sé misjöfn en þeir sem vilja að þjóðin greiði skuldir Björgólfs Thors og co eru með einhvern heimskuvírus, þeir geta einfaldlega ekki hugsað rökrétt einhverra hluta vegna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.4.2009 kl. 00:40

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það laðast ávallt saman sem deilir sameiginlegri hugmyndafræði, viðhorfum og vinnubrögðum og eign er síðan háð sínum eiganda og þannig komust bankarnir í eigu þesarra tilteknu aðila. Og það var allt gúmmístimplað af okkur sjálfum í gervikosningum í skrípalýðræði í boði peninga og ruslpósts. Það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn með það. Við súpum seyðið af okkar eigin trúgirni og höfum greinilega ekkert lært. Álþingi verður áfram lítið annað en gúmmístimplasamkunda og raunar lítið annað en ómerkilegt strengjabrúðuleikhús eftir að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn tók við stjórn landsins. 

Baldur Fjölnisson, 29.4.2009 kl. 00:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Baldur, gjörðu svo vel. þú mátt axla ábyrgðina.  En ekki koma henni á mig og mína. 

Ég vil að lög og samningar haldi.  Skuldir einkaaðila eru skuldir einkaaðila, jafnvel þó þessir einkaaðilar hafi rekið banka.  Vilji menn að þjóðir séu í ábyrgð fyrir banka þá eiga menn að setja lög um að aðeins þjóðir reki og eigi banka. 

Aðeins þannig skapast ábyrgð okkar.

Þeir sem skammast sín fyrir einkabanka okkar mega að sjálfsögðu gefa aleigu sína í þá skuldahít en ekki aleigu annarra.  Að gangast við ábyrgð en láta aðra greiða hana kallast siðleysi.  Brandarinn um Reykvíkinginn, sem uppfyllti skyldur Íslands, með því að kasta Hafnfirðingnum út til að létta flugvélina, var brandari.

Höfum það hugfast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2009 kl. 00:48

7 Smámynd: Jón Svavarsson

Ef þeir yfirtaka skuldir Björgúlfs og félaga þá mega þeir yfirtaka skuldirnarokkar með og þá er málið dautt og landið á hausnum

Jón Svavarsson, 29.4.2009 kl. 19:51

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ómar, ég mun vafalaust fá að axla minn hluta af ábyrgðinni og fólk sem ég kaus ekki mun úrskurða það á mig og aðra í formi skattahækkana og sennilega lækkaðra launa. Og hluti ábyrgðarinnar hefur þegar komið fram í formi fallinnar krónu (fall gjaldmiðils þýðir lækkun kaupmáttar gagnvart umheiminum og er því í raun launalækkun, verðbólga sem gengisfallinu fylgir er ákveðinn skattur) og hún hangir á horriminni þrátt fyrir gjaldeyrishöft og virðist dæmd til að hrynja enn frekar þegar AGS lætur Lísu í Undralandi og dvergana og Hans og kó aflétta höftunum. Við verðum sem sagt hirt upp í skuldir á endanum á útsöluverði (gjaldmiðillinn verður þá á skeinipappírsstigi) og það verður gúmmístimplað af þessum gamalkunna fjórskipta einflokki sem er þarna enn í fullu fjöri eftir öll þessi ár í gervilýðræðiskerfi.

Baldur Fjölnisson, 30.4.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband