ESB umræðunni þröngvað upp á þjóðina

Þegar fjölskylda verður fyrir áfalli og tilvera hennar, eins og hún hefur þekkt hana, hrinur vill hún síst af öllu fá dónalega gesti.

ESB umræðan hefur verið dónalegur gestur í samfélagi sem horfist í augu við miklar breytingar og erfiðan viðsnúning í gildismati og hugarfari.

Þessi dónalegi gestur hefur sífellt villt á sér heimildir og kynnt sig sem prest, heimilislækni, rafvirkja eða ráðgjafa. En tilgangur gestsins er ekki að hjálpa fjölskyldunni heldur að nýta sér neyð hennar þegar hún máttlaus vegna hamfara og á erfitt með að verja sig.

Í haust þegar bankarnir hrundu beitti ESB sér fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði ekki Íslendingum nema að Íslendingar tækju á sig skuldir sem útrásarvíkingarnir stofnuðu til. Þjóðin var ekki aðili af þessum viðskiptum og fáir vissu af þeim. Það er bæði rökleysa og lögleysa að ætla þjóðinni þessar ábyrgðir.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom síðan til Íslands og er mikill vágestur. Í aðdraganda þess að landshöfðingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tók sér hér bólfestu knébeygði ESB ríkisstjórnina með því að stöðva allt gjaldeyrisflæði til og frá landinu þannig að við lá neyð vegna matar- og lyfjaskorts.

ESB hef sýnt að það hefur ítök í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og getur beitt honum fyrir sig, s.b.r. þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn synjaði aðstoð nema Íslendingar tækju á sig skuldbindingar Björgólfs Thors vegna Icesave. Nauðungarsamningar er það víst kallað.

Nú hefur tiltekinn fjöldi Íslendinga tekið sér stöðu með svikurunum og vill að þjóðin skríði á hnjánum inn í ESB við afarskilmála.

Stækkunarstjóri ESB hugsar sér gott til glóðarinnar og segir að Íslendingar fái enga sérsamninga en áður hefur hann minnst á að Íslendingar eigi svo fínar auðlindir.

Gagnvart ESB er íslenska þjóðin bara eins lítið úthverfi í London. Velferð íslensku þjóðarinnar og virðing fyrir íslensku samfélagi eða samfélagsgerð hefur fyrir þá litla þýðingu.

Áróðursstríð hefur geisað um allan heim gegn íslensku þjóðinni og nú stendur yfir áróður innan úr samfélaginu en fyrir því standa málaliðar úr herbúðum ESB.

Ágætt að fá staðfestingu frá Times online en á Eyjunni segir:

Íslendingar eru nú í veikri stöðu til að semja um aðild að Evrópusambandinu. Mikill þrýstingur verður á eftirgjöf íslenskra stjórnvalda í fiskveiðimálum.

Þetta segir einn helsti fréttaskýrandi Lundúnablaðsins Times, Bronwen Maddox, í grein um Ísland og Evrópusambandið í blaðinu í dag.

Ummæli Maddox ríma við orð sem höfð voru eftir Ola Rehn, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í gær. Hann sagði að Íslendingar væru velkomnir í sambandið, en þeir gætu ekki vænst neinna frávika frá aðildarskilyrðum svo sem í fiskveiðimálum.

Maddox er þeirrar skoðunar að rétt sé af nýrri ríkisstjórn að huga að aðild en hún eigi að fara sér hægt og kanna aðra möguleika samhliða.

Maddox bendir á að tímasetningin fyrir aðildarviðræður Íslands og ESB sé ekki heppileg þar sem sambandið sé í raun búið að loka dyrum sínum tímabundið. Jafnvel þótt Íslendingar komist inn fyrir þröskuldinn geri ríkisstjórnir einstakra Evrópulanda sér grein fyrir því að hve illa staddir Íslendingar séu. Þrýstingur á að Íslendingar gefi eftir varðandi fiskveiðar verða meiri en ella af þessum sökum. Þá spili það inn í að Spánverjar, sem eru mikil fiskveiðiþjóð, taka við forsæti Evrópusambandsins í byrjun næsta árs.

Í greininni ræðir Maddox aðra möguleika í stöðunni sem íslensk stjórnvöld hljóti að íhuga til að styrkja samningsstöðu sína gagnvart ESB. Kanna mætti hvort aðild að fríverslunarsamningi Norður Ameríku (NAFTA)komi til greina og í framhaldi af því yrði dollarinn tekinn upp hér á landi í stað krónunnar.

Þetta hefur svo Viðar Þorsteinsson um Evrópu að segja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Kanski ættum við frekar að taka upp dollar í stað evru og ganga í NAFTA eða heitir það ekki það fyrir vestan?

Jón Svavarsson, 29.4.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það á alla vega ekki að klemma þetta fast inni í þessari ESB umræðu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.4.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband