Nei, það var BJÖRGÓLFUR THOR sem gerði það

Guðmundur segir:

Hafi Íslendingar notið sérréttinda séu þeir sannarlega búnir að eyðileggja þann möguleika með því framferði sem íslenskur fjármálaheimur hafi sýnt.

Er fólk kexruglað þegar það kemur að rökfræði.

Ef A hefur sérréttindi og X brýtur af sér þá er A búin að eyðileggja möguleikanna til sérréttinda. Ég myndi halda að X væri sökudólgurinn en ekki A.

Björgólfur Thor, Bakkabræður, Jón Ásgeir, Hannes Smárason og fleiri eiðilögðu möguleika íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin gerði það ekki.

Sóðalegt framferði bankamannana er óafsakanlegt hvernig svo sem regluumhverfið var.

Hvernig stendur á því að verkalýðsforingjarnir standa ekki með verkalýðnum?

Guðmundur segir að stefnt skuli að því til lengri tíma að verðtrygging verði afnumin en það getur einnig lesist: stefnt skal að því að verðtrygging skuli ekki afnumin strax.

Verðtrygging er eignaupptaka sem á ekki að lýðast.

Það á að afnema hana strax

Verðtryggingin er brot á mannréttindum og eignarréttarákvæðum og það á að afnema hana strax


mbl.is „Skuldsetning hugarfarsins"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband