Kjaftar Jón Baldvin þjóðina í ESB?

ESB sinnar fara stórum í viðleitni sinni til þess að kjafta okkur inn í ESB.

Ég ætla hér að taka í sundur 10. firru Jóns Baldvins:

10. Það eru allir vondir við okkur í ESB, sbr. reynsluna af Bretum og Icesave.

Hér leggur Jón Baldvin barnalega setningu í munn þeirra sem hafa eitthvað við það að athuga að ESB ríkin beittu Ísland þvingunum í haust til þess að beygja þjóðina til þess að taka á sig skuldir Björgólfs Thors og annarra sem stjórnuðu Icesave útrásinni.

Þetta er misskilningur. Fórnarlömbin í Icesave-málinu voru breskir og hollenskir sparifjár­eigendur og á endanum íslenskir skattgreiðendur.

Breskir og hollenskir sparifjáreigendur mættu sjálfviljugir til leiks. Þeir ákváðu sjálfir að eiga viðskipti við Björgólf Thor, fengu umbun fyrir að taka þá áhættu og töpuðu en íslenskir skattgreiðendur höfðu engin áhrif á þetta ferli og bera enga ábyrgð í málinu.

Skúrkarnir voru eigendur og forráðamenn Landsbankans, sem buðu sparifjáreigendum í þessum löndum hæstu vexti til þess að fá þá til að trúa sér fyrir sparifé sínu, til þess að bjarga sjálfum sér úr lausafjárkreppu við endurfjármögnun eigin skulda. Að því er varðar Holland, þá stungu þeir af, án þess svo mikið sem þakka fyrir sig.

Hollendingarnir eru engu skárri en íslensku skúrkarnir í því að þeir ætla að láta ófædd íslensk börn taka á sig mistök þeirra, sem voru að treysta Björgólfi Thor, til þess að bjarga sjálfum sér. Hollendingarnir eru eins og skúrkarnir vilja bara bjarga sjálfum sér og láta sakleysingja taka á sig byrðina.  

Íslensk yfirvöld vissu frá upphafi, að útibú íslenskra banka alls staðar á EES-svæðinu, voru undir íslenskum bankaleyfum, undir íslensku eftir­liti og undir íslenskri sparifjártryggingu lögum samkvæmt.

Hollendingar og Bretar vissu frá upphafi að innistæðurnar voru eingöngu tryggðar með því sem til var í tryggingasjóði innistæðueigna en eru nú að heimta að íslenskir skattgreiðendur taki á sig byrðarnar þótt fyrir því sé enginn lagalegur grundvöllur. 

Það vorum við sem brugðumst.

Það vorum við sem áttum enga aðild að þessu máli og gátum því hvorki staðið okkur né brugðist

Þetta réttlætir að sjálfsögðu ekki hefndar­ráðstafanir Breta með því að beita hryðjuverkalögum.

Þeir gerðu miklu meira heldur en að beita hryðjuverkalögum. Þeir hófu gengdarlausna áróður gegn íslensku þjóðfélagi. Þeir stöðvuðu allt gjaldeyrisstreymi til og frá landinu og heftu þannig innflutning þar til skortur á matvæla- og lyfjaforða var farin að segja til sín. Þeir settu kaupþing á hausinn með aðgerðum sínum. Þeir beittu áhrifum sínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þess að þvinga ríkisstjórnina til þess að taka skuldbindingar sem henni bar ekki að taka. ESB gerði einfaldlega allt sem í þeirra valdi stóð til þess að rústa efnahag íslenska þjóðarbúsins og þar á meðal reyndu þeir að svelta þjóðina.

En af einhverjum ástæðum hafa íslensk stjórnvöld ekki treyst sér til að höfða mál gegn Bretum til að fá því hnekkt. Þau skulda okkur skýringu á því.

Það þarf ekkert að útskýra það. Bretar hafa einfaldlega í gegn um ESB tekið íslensk stjórnvöld hreðjataki og eru ekki á leiðinni að sleppa því.

Sannleikurinn er sá, að Íslendingar hafa notið góðs af samstarfi við grannþjóðir. Við höfum notið góðs af Norðurlandasamstarfinu. Við nutum góðs af Marshall-aðstoðinni án þess að fullnægja settum skilyrðum. Við nutum góðs af varnarsamstarfinu við Bandaríkjamenn – græddum m.a.s. á því, á meðan aðrar þjóðir færðu fórnir í þágu landvarna. Við höfum notið góðs af EES-samningnum, sem með einu pennastriki veitti okkur aðgang á jafnréttisgrundvelli að stærsta fríverslunarsvæði heims.

Ef EES-samningurinn hefði ekki verið til staðar hefði bankahrunið ekki orðið í haust. Bankahrunið og ástandið í kjölfar þess, þ.á.m. ástand krónunnar er bein afleiðing af "samstarfi" við ESB. Ástandið á Íslandi í dag er vitnisburður um afleiðingar af "samstarfi" smáríkis við ESB.

Og við höfum notið góðs af Evrópusamstarfinu á mörgum sviðum, ekki síst að því er varðar vísindi og rannsóknir, menntun og menningu. Við erum vegna uppruna okkar, sögu og menningar Evrópuþjóð og eigum heima í samstarfi evrópskra lýðræðisríkja.

ESB sýndi svo ekki verður um villst í haust að lýðræðið er þeim fjarlægt þegar þeir vilja bjarga eigin skinni. Það ber að varast þetta valdabatterí sem svífst einskis og notfærir sér á ósvífin hátt öll tiltæk verkfæri til að knésetja smáþjóðir til að hylma yfir mistök sem eiga sér stað í þeirra eigin herbúðum, s.b.r. hjá stjórnvöldum ESB og valdamikilum þjóðum innan bandalagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Góð  Jakobína.

Þetta er í nokkurn vegin mín sýn á þetta mál. En mér finnst ekki skrítið að íslenska ríkið treysti sér ekki til að sækja með lögum að því breska því íslenska ríkið með Björgvin , Jónas og Davíð í broddi fylkingar ber ekki minni ábyrgð á klúðrinu en þeir bresku þó Björggarnir séu vissulega þeir sem frömdu glæpinn.

Guðmundur Jónsson, 3.5.2009 kl. 14:59

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er sammála þér í flestu Jakobína en get ekki tekið undir það að það sé EES samningnum að kenna að bankahrunið varð hér á landi. Það má einnig vera ljóst að verið er að fela einhverjar upplýsingar fyrir almenningi, hverjar sem þær eru. 

Kveðja að norðan

Arinbjörn Kúld, 3.5.2009 kl. 15:32

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ari ég segi ekki að það sé EES-samningnum að kenna að bankahrunið varð hér á landi. EES-samningurinn er hinsvegar forsenda bankahrunsins. Án samningsins hefðu Icesave reikningarnir aldrei orðið til.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.5.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband