Rússneskir skuldarar Landsbankans

Frá þessu segir á Eyjunni

Um sama leyti og viðtalið birtist sagði Guardian frá því að Björgólfur hefði komið víðar við í fótboltaheiminum. Fyrir hans milligöngu hefði Landsbankinn fjármagnað kaup Alisher Usmanov í Arsenal. Usmanov er frá fyrrum Sovétlýðveldinu Úsbekistan og sagt að tengsl þeirra Björgólfs ættu rætur til umsvifa Björgólfs í Rússlandi. Skýrsla skilanefndarinnar um stöðu Landsbankans bendir til mikillar eignarýrnunar. Það væri óneitanlega áhugavert að sjá lánabækur Landsbankans og hvort þar megi rekja frekari tengsl Björgólfs við Rússland og fótboltaheiminn.

Skyldi aðgangsharkan við rússneska skuldara vera viðlíka og við íslenskt alþýðufólk?

Hvað með kjörin? Voru lánin verðtryggð?

Strax og Landsbankinn hrundi í haust beindist athygli breskra fjölmiðla að áhrifum þess á eignarhald Björgólfs á West Ham. Fyrstu skilaboðin voru að þetta væri aðskildur rekstur og hefði engin áhrif á eignarhaldið. Síðan var sagt að Björgólfur væri að huga að sínum málum og hvernig hann gæti endurskipulagt fjármál sín. Liður í því endurmati væri West  Ham. Um tíma var talað um að Straumur, sem Björgólfs Thors var aðaleigandinn í, gæti hlaupið undir bagga með Björgólfi og Hansa. Ekkert af þessu hefur gengið eftir og Straumur úr sögunni.

MP-banki er einn stærsti kröfuhafi Hansa með kröfu upp á 2,6 milljarða króna. Það er athyglisvert í ljósi þess að MP banki hefur verið álitinn utan við umsvif útrásarvíkinganna og sagður ósnortinn af þeim. Það er því spurning hvort þetta er eina undantekningin eða dæmi um meiri tengsl en áður hafa verið ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband