2009-05-05
Ég ætla að stofna nýtt lýðveldi
Það er sama hvert horft er, til stjórnmálanna, stjórnsýslunnar, fjármálakerfisins og viðskipta alls staðar blasir við tómt rugl.
Kröfur um lýðræði eru slegnar út af borðinu af stjórnmálamönnum, fólk er að missa heimilin sín og á varla fyrir mat auk þess sem það þarf að þiggja ölmusur.
Þess vegna ætla ég að stofna Nýtt Lýðveldi sem verður kalla NÝJA ÍSLAND og gefa skít í hitt í minni orðræðu. Fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í mótun hins nýja lýðveldis bendi ég á þennan link. Þið getið alveg verið róleg ég ætla ekkert að vera forseti en öllum þeim sem langar að vera forsetar mega það. Þeirri stöður fylgir sá heiður að þeir sem eru kallaðir forsetar mega hengja eitthvað drasl á fólk og kalla það að því sé sýndur heiður.
Í Nýja íslandi verða sett nokkur markmið:
Burt með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Fólkið í landinu skiptir mestu máli
Það eru mannréttindi að hafa heimili, fæði, heilbrigðisþjónustu og menntun
Aðildarviðræður eru ótímabær sóun á gjaldeyri
Vernda skal náttúru landsins
Nýta skal orkuna í þágu þjóðarinnar
Fólk á að hjálpast að í kreppu
Ekkert barn á að vera svangt
Tryggja matvælaöryggi á Nýja Íslandi
Vera dálítið hallærislegur og styðja það smáa og gjöfula
Taka auðlindaskatt af stóriðju
Taka kvótann af lénsherrunum
Frelsa matvælaframleiðslu á Íslandi
Ekki samþykkja inngöngu í ESB næstu 3 árin
Vinna sjálf upp styrk krónunnar með því að skapa verðmæti en ekki skuldir
Reka fólk út að vinna með öllum ráðum
Hver sem er má koma með tillögu að viðbótum sem lagðar verða fyrir forsetaráð
Rifta samningum og höfða mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2009 kl. 14:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 578589
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl vinkona hvernig ætlarðu að reka fólk út að vinna?
Hólmdís Hjartardóttir, 5.5.2009 kl. 03:56
Það þarf auðvitað að skapa atvinnutækifæri fyrir tugþúsunda. En landið er gjöfult og Íslendingar eru hugmyndaríkir þannig að það ætti ekki að vera vandi. Ég lýsi auðvitað eftir frumkvöðlum og hugmyndaríku fólki í samfélagið sem geta hjálpað okkur við hugmyndasmíðina
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 04:20
Þú lýsir eftir frumkvöðlum og hugmyndaríku fólki. Hvorutveggja á við um mig og því býð ég mig fram hér og nú. Það þarf ekki að "reka mig út að vinna", segðu bara hvar ég að mæta og hvenær! Hvað er annars kaupið?
Guðmundur Ásgeirsson, 5.5.2009 kl. 09:33
Góð spurning þetta með kaupið en hins vegar fylgja starfinu mikil völd.
Nýja Lýðveldið Ísland, 5.5.2009 kl. 10:49
Sæl og blessuð Jakobína. Mikið er ég á þinni línu og væri svo sannarlega tilbúinn að skoða þetta mál! Eins og þú hefur eflaust sé undanfarna mánuði hef ég verið að Blogga um þessi mál þar sem ég hef alveg komið með fullt af hugmyndum!
dæmi:
http://hreinn23.blog.is/admin/blog/?entry_id=854609
http://hreinn23.blog.is/admin/blog/?entry_id=857250
og fleiri færslur!
Jakobína í alvörunni hafðu samband og setjum í gang fundi!
email:
gudni@simnet.is
Ég er svo sannarlega tilbúinn að koma að þessum málum! Ég hef svo líka verið innilega sammála þér inni á fundunum!
Kær kveðja,
Guðni Karl
Guðni Karl Harðarson, 5.5.2009 kl. 11:07
Guðni þú verður að fara á http://nytt-lydveldi.blog.is/blog/nytt-lydveldi/entry/870493/#comments ef þú vilt innlimast í nýja samfélagið
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 11:10
Jakobína,
Margt gott í þessu en hvernig á að fjármagna þetta? Hvernig fjármögnum við velferðakerfið og ríkishallann? Hvað gerum við ef við sendum IMF heim og neitum að borga erlendar skuldir og ESB einfaldlega notar útflutning okkar til að skuldajafna og sendir okkur aðeins afganginn hingað sem útflutningstekjur? Það vill oft gleymast að ESB og IMF hafa ótrúlga sterk tromp á hendi.
Andri Geir Arinbjarnarson, 5.5.2009 kl. 11:28
Andri Geir það þýðir ekki að vera með neinar úrtölur. Ef eitthvað er erfitt þá verður maður bara að leggja meira á sig, vera hugmyndaríkari og hugrakkari.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 11:47
Jakobína,
Þetta eru ekki úrtölur heldur raunsæi. Án peninga gerist ekkert hér. Því miður er það ekki alltaf rétt að maður bara þurfi að leggja á sig. Margir hafa lagt allt á sig í áratugi en standa nú uppi slippir og snauðir. Því miður er ég hálfskeptískur á þetta Pollýönnu lýðveldi. Fyrirgefðu negatívheitin. Þú átt hins vegar hrós skilið fyrir að koma fram með nýja hugmynd.
Andri Geir Arinbjarnarson, 5.5.2009 kl. 12:01
Andri það eru alltaf til nógir peningar þegar yfirvöldum liggur á að gera eitthvað fáránlegt eins og t.d. aðildarumsókn upp á 2 milljarða, tónlistarhús upp á 13.5 milljarða, vegframkvæmdir upp á tuttugu milljarða. Ef þessir peningar væru settir STRAX í gjaldeyris- eða verðmætaskapandi (framleiðsluferli) aðgerðir myndi hagkerfið strax taka kipp.
Menn í stjórnarráðinu ganga með hauspoka gegn þjóðhagslegum ávinningi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 12:11
Og Andri áherslan verður að vera á atvinnusköpun sem krefst ekki mikilla fjárfestinga.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 12:14
Hér er greinilega verið að leita nýrra lausna. Hér er ein hugmynd
Þjóðin klofin – lausnin fundin
Það er ljóst að þjóðin mun ekki ná sameiginlegri niðurstöðu í afstöðunni til aðildar að ESB. Nú þegar geysa deilur hér á blogginu, margar greinar birtast í dagblöðunum og
ríkistjórnarflokkarnir eru ekki samstíga í þessu máli. Það er búið að hlaða varnargarðana og byssurnar eru tiltækar, smáskærur hafnar og stefnir í stórátök.
Hluti Íslendinga sem hefur tjáð sig á opinberum vettvangi er búinn að mynda sér þá bjargföstu skoðun að Ísland eigi ekki erindi í sambandið og þeim verður ekki haggað. Andstaðan gegn ESB aðild byggir á þeirri skoðun að þjóðin muni gangast undir erlent vald að nýju og glati forræði sínu yfir auðlindum til lands og sjávar. Það er auðskilið að þeir sem hafa þessa afstöðu geta aldrei samþykkt inngöngu og verður að taka tillit til slíkra lífsgilda og forðast að neyða þetta fólk, þótt það sé framkvæmt með lýðræðislegri kosningu, til þess að undirgangast slíka hörmung.
Fylgismenn aðildar eru margir vissir um að við eigum ekkert val vegna efnahagshrunsins en aðrir vilja ganga í ESB vegna þess að það sé pólitískt eftirsóknarvert.
Sem maður hinna einföldu lausna þá kem ég hér með tillögu sem miðar að því að forða þjóðinni frá hatrömmum deilum og leiðindum sem því fylgja. Þessi lausn mun einnig skera úr um deilurnar með ótvíræðum hætti og með tímanum sameina þjóðina aftur.
Lausnin er einföld eins og allar góðar lausnir. Hún felst í því að þjóðin skiptir sér í tvö aðskilin samfélög, Ísland 1 og Ísland 2. Ísland 1 gengur ekki í ESB og segir upp EES samningnum, sem er hvort sem er að detta uppfyrir þar sem við uppfyllum ekki lengur grundvallarskilyrði hans. Ísland nr. 2 fer hinsvegar strax í aðildarviðræður og inngönguferli og reynir að halda lífi í EES samningnum meðan hans er þörf.
Skipting þjóðarinnar fer annað hvort eftir búsetu eða frjálsu vali manna um það hvorum hlutanum þeir vilja tilheyra. Mögulegt er, ef um það semst, að skipta landinu beinlínis þannig að helmingur þjóðarinnar býr í hvorum hluta. Líklega verður Reykjavík þungamiðja í Íslandi 2 og landsbyggðin að mestu tilheyri Íslandi 1. Þetta er þó vondur kostur þar sem atvinnuhættir yrðu mjög einhæfir, t.d. yrði enginn landbúnaður stundaður á Íslandi 2 en vægi hans yrði óeðlilega mikið hjá íslandi 1. Ég hallast frekar að þeirri lausn að menn hafi frjálst val og geti tilheyrt nr. 1 eða nr. 2 óháð búsetu. Þannig gæti íbúi í Bolungarvík kosið að vera í ESB hlutanum þótt stjórn sveitarfélagsins hefði ákveðið að vera í nr. 1 og utan ESB. Hann greiðir sín gjöld til næsta sveitarfélags þar sem ESB aðildin er samþykkt.
Þetta er ekki flókið í framkvæmd, kanski kemur þetta að virka eins og Austur- og Vestur Þýskaland gerði á sínum tíma.
Fjárhagur verður skilinn að fullu, öllum opinberum stofnunum skipt í tvennt og fyrirtæki velja i hvoru samfélaginu þau vilja starfa í. Milli samfélaganna verður gerður viðskiptasamningur sem verður líkur þeim samningum sem Ísland gerir við ríki utan EES.
Efnt verður til kosninga strax í báðum „ríkjum“ og flokkar starfa sem fyrr, en þeir verða að samþykkja þá stefnu sem hefur verið ákveðin fyrir samfélögin sem þeir starf innan. Landsmenn velja eins og fyrr segir hvorum hlutanum þeir ætla að tilheyra. ESB sinnar kjósa sitt þing og andstæðingar með sama hætti. Þetta leiðir til þess að sjálfstæðismaður sem kýs ESB aðild mun kjósa sjálfstæðisþingmann sem býður sig fram til þingsetu á þingi nr. 2 og lýst yfir stuðningi við aðild. Þetta verður ... er ekki búinn að þróa þetta lengra.
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.5.2009 kl. 14:26
Ég væri alveg til í þetta ef ESB inngönguliðið tæki á sig allt rugl sem samfylkingin hefur verið þáttakandi í s.s. neyðarlögin, höft, einokun, klíkusamfélagið, orkusamningana og aðra spillingu þannig að hinir gætu byggt landið upp án allrar þeirra áþjánar sem stjórnvöld hefur kallað yfir þjóðina.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 15:32
Hjálmtýr ertu ekki að sjá þetta?
Á endanum munum við sem viljum ekki ESB eða viðræður ráða í landinu því það eru hinir raunverulegu íslendingar sem eru tilbúinir á að takast á við vanda þann sem aðrir .....íslendingar.....komu okkur í.
He., hikk. Fyrst verða þetta tvær þjóðir en svo á endanum verður þetta aftur ein þjóð! Hið nýja Ísland sem hefur:
tildæmis fyrir alvöru veitt fólkinu stjórnlagaþing.
Í minni sýn er fólk sem er tilbúið að takast á við vandann og byggja upp "Nýtt Ísland"! Með verðmætaskapandi fyrirtækjum út um allt land.
Allavega er þetta framtak hjá henni Jakobínu flott og góð byrjun á góðum verkum.
Guðni Karl Harðarson, 5.5.2009 kl. 23:13
Andri Geir! Viðlagasjóðspakkinn sem ég stakk upp á. En það er alveg sjálfsagt að þeir sem settu þjóðina í þá stöðu sem hún er nú að þeir borgi brúsann!
Guðni Karl Harðarson, 5.5.2009 kl. 23:15
Held ég geti bara skrifað undir þetta.
Ævar Rafn Kjartansson, 6.5.2009 kl. 00:05
Ævar ef þú vil gerast þegn í nýju lýðveldu þá þarftu að fara á þennan link
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.5.2009 kl. 00:16
Þeir sem settu þjóðina í þessa stöðu eiga ekkert nema skuldir. Peningar fyrir tónlistarhúsið og vegaframkvæmdir eru í raun ekki til. IMF fjármagnar hér halla upp á 170 ma kr. Ef við förum að prenta peninga endum við eins og Simbabve eða Weimar lýðveldið. Ríkiskassinn er tómur og við lifum enn langt um efni fram í boði IMF.
Andri Geir Arinbjarnarson, 6.5.2009 kl. 20:41
Ekki alveg! Það eru þeir sem ég er að tala um sem stungu frá peningum til fríríkjana!
Síðan væri alveg sjálfsagt að skoða þetta betur með bónuslaun, aukagreiðslur og eftirlaun osfrv.! Það væri mál sem er mikil þörf á að skoða vel!
En við vitum að það er fullt af fólki á ofurlaunum og aukabónusum sem er langt fyrir ofan allt velsæmi.
Guðni Karl Harðarson, 6.5.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.