Ætla að halda útrásinni áfram í Kaupmannahöfn

Draumurinn um Alheimsfjármálamiðstöð lúrir enn í hjörtum skilanefnda Kaupþings.

Danski bankinn FIH er enn í eigu Kaupþings og er ekki lengur til sölu og sitja tveir fulltrúar frá skilanefnd Kaupþings í stjórn bankans. Skilanefndin telur að sala félagsins í dag þjóni ekki hagsmunum Kaupþings og líklegt að verðmæti FIH muni aukast í framtíðinni í takt við betri markaðsaðstæður.

..en hvað þýðir það að 200 milljarðar komi heim. Fer það í skuldahýt við erlenda lánadrottna þannig að skuldin við þá lækki frá 12.500 milljörðum í 12.300 milljarða eða þýðir það að einhverjum peningum verði skilað til skattgreiðenda sem ríkissjórnin stal af þeim í haust.

Já og svo minni ég á tilboð um þegnskap í Nýja Lýðveldinu Íslandi


mbl.is 200 milljarðar skila sér heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hvað áttu við "peningum verði skilað  til skattgreiðenda sem ríkistjórnin stal af þeim í haust."????

Ragnar Gunnlaugsson, 5.5.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Furðuleg færsla!

Er það ekki verkefni skilanefnda að hámarka eignir gömlu bankanna. Var ekki einmitt Seðlabankinn sem lánaði fullt af peningum með veði í þessum FIH banka. Og hvaða peningum stal ríkisstjórnin??? Ef verið er að tala um peninga sem voru lagðir inn í Skuldabréfastjóði þá voru það nú einstaklingar, nokkriri tugir þúsunda sem fengu þá peninga. Samt sem áður töpuðu þeir 25 til 35 af peningum sínum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.5.2009 kl. 14:00

3 Smámynd: Maelstrom

Skilað til skattgreiðenda?  Ertu búin að gleyma Neyðarlögunum?  Þar var öllum bestu eignum bankanna ráðstafað til að greiða innlánseigendum á Íslandi til baka innlánin.  Þar var skattgreiðendum á Íslandi hyglað á kostnað erlendra lánadrottna...skuldahýt eins og þú kallar það.

Maelstrom, 5.5.2009 kl. 14:02

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er að benda að að fjármunir skattgreiðenda voru settir í bankanna í haust. Veit ekki til þess að lagaskilyrði hafi verið fyrir þeim gjörningi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 15:11

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Maelstorm, var það ekki ríkissjóður sem lagði til 200 milljónir í bankanna til þess að redda innistæðum?

Magnúr það var ríkisstjórnin sem ráðstafaði peningum skattgreiðenda til einstaklinga sem áttu í peningabréfum. Getur þú bent mér á einhver lög sem heimila slíkt.

Þegar að ráðherrar eru farnir að ráðstafa hundruð milljarða úr ríkissjóði til einstaklinga er það mjög vafasamur gjörningur. Þessir einstaklingar áttu viðskipti við bankanna á eigin ábyrgð rétt eins og Hollendingar og Bretar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 15:16

6 Smámynd: Maelstrom

Hvaða hundruð milljarða úr ríkissjóði?  Ertu að tala um hlutafé nýju bankanna sem ekki er ennþá búið að leggja þeim til?  Ertu að tala um skuldabréfin sem Seðlabanki Íslands var með sem tryggingu í endurhverfum viðskiptum?

Hvaða 200 milljarðar fóru úr ríkissjóði til einstaklinga?

Til að redda innistæðum landsmanna fóru eignir gömlu bankanna, ekki peningar úr ríkissjóði.  Auk þess var það ekki ríkisstjórnin sem ráðstafaði peningum til að redda þeim sem áttu í peningamarkaðssjóðum.  Enn voru það eignir gömlu bankanna sem fóru í það, eins vitlaust það var.

Maelstrom, 5.5.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband