Eru allir flokkar á Íslandi ný-frjálshyggjuflokkar?

Þegar bankarnir hrundu var tapið innistæðueigendanna. Þannig er það þegar að bankar hrynja. Tapið lendir á þeim sem eiga inni peninga. Þeir eru tryggðir upp að 3 milljónum en að öðru leitið lendir tapið á þeim sjálfum.

Hvað gerði ríkisstjórnin. Jú, hún mátti ekki sjá að hinir meira megandi sem eiga mikla peninga í banka tapi þeim.

Því braut ríkisstjórnin lög sem meina henni að skuldbinda ríkissjóð og tók skuldbindingar upp á 1.420.000.000.000 fyrir bankanna.

Til þess að bæta um betur er stuðst við vitlausa útreikninga til þess að kremja fé út úr skuldurum til þess að fjármagna bankanna.

Það búa tvær þjóðir í þessu landi. Sú sem á að bera tapið og sú sem engu má tapa.

Það er vel þekkt að í stórum dráttum á minni hluti þjóðarinnar miklar peningaeignir sem var verið að bjarga með aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Á hinn bóginn er fjölskyldufólk sem er að reyna að koma yfir sig húsnæði og skuldar mikið og á engar peningaeignir. Þetta fólk er miklum órétti beitt þegar það er knúið til þess að fjármagna tap hinna.

Fyrri hópurinn vill auðvitað ekki að sá síðari komi auga á þetta mynstur

Hvað með ríkisstjórnina sem kallar sig vinstri er hún ekki að hylma yfir þetta og býður svo fólki ölmusu. Þessi svo kallaða vinstri stjórn starfar í anda ný-frjálshyggjunnar, leggur ekki til altækar aðgerðir heldur skilgreinir fólk sem fátækt og ölmusuþega.

Raddir fórnarlamba eru nú loks farnar að heyrast í fjölmiðlum en þær hefðu mátt heyrast fyrr.


mbl.is ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Jakobína þetta var Framsóknarflokkurinn að seigja alla kosningabaráttuna og tveim mánuðum lengur og fáir skyldu en nú er almenningur að skilja málið það verður ekki við þetta unað af borgurum þessa lands þetta er svo hrópandi óréttlæti að það verður ekki liðið það verður fari' í mál vegna brota á jafnræði stjórnarskrárinnar.

Þessi væntanlega stjórn er fallin á tíma og ASÍ er með mótmæli við úrræðaleysinu það er skiljanlegt að fólk hætti að taka þátt í samfélaginu þegar stjórnvöld talar niður til þess og sýnir því fingurinn segist hafa allan þann tíma sem þurfi til stjórnarmyndunar á stjórn sem er starfandi. Hvaða rugl er þetta. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.5.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Framsóknarflokkurinn sýndi ekki fram á neina lausn við þessum vanda. Það eina sem hægt er að gera til þess að leiðrétta þetta er að snúa ofan af björgun banka og innistæðueigenda og gera málið upp upp á nýtt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 23:13

3 identicon

Ég er ansi hræddur um að aðgerðir stjórnvalda miðist við að heimilin bjargi fjármagnseigendum frá gjaldþroti. Til að forða þeim frá þroti er allt gert til að heimilin haldi áfram að borga eins mikið og þau mögulega geta með öllum tiltækum ráðum. Fólki er heimilað að losa óaðfarahæfan séreignarsparnaðinn til að láta bankana fá og um leið gat ríkið fjármagnað vaxtabæturnar með skatttekjum af dæminu. Síðan má lengja í eða greiðslujafna o.sv.fr. Allt gert til að almenningur haldi áfram að borga og forði fjármagnseigendum frá frekara tapi.

Þessi aðgerð fékk nafnið "skjaldborg" og síðar var "um heimilin" bætt við.

Gylfa hjá así er bara telft fram núna þegar hættan á greiðsluverkfalli virðist raunverulegri en áður. Gamalt leikrit, nýjir leikendur.

Þakka þér fyrir flotta pistla og að standa vaktina.

Kv, Toni

Toni (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:45

4 Smámynd: Einar Karl

Þú heldur þig við sama heygarðshornið og hvetur til óeiningar, á kolröngum forsendum sem þú skilur ekki. Það er ábyrgðarhluti.

Það er ekki gáfulegt að halda því fram að við værum betur stödd ef banka- og fjármálakerfi landsins hefði allt hrunið.

Einar Karl, 6.5.2009 kl. 09:19

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Einar Karl hvað er banka kerfið í dag þessu sem var bjargað. Ég skal segja þér það ef þú hefur ekki skilið það. Bankakerfið er tæki sem mælir sumum eignir og öðrum skuldir og í mörgum tilvikum fóki eignir og skuldir.

Ríkisstjórnin bjargaði verkfæri (fjármálakerfinu) sem mælir beningaeignir til baka til þeirra sem töpuðu þeim á kosnað skuldara og skattgreiðenda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.5.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband