Evrunni spáð hruni

Evrunni er spáð hruni af Danske bank. Evran rétt eins og krónan endurspeglar athafnir og hegðun manna en hefur ekkert sjálfstætt gildi.

Það ber vott um ráðaleysi valdhafanna þegar þeir vilja skipta úr mælitækinu (krónunni) fyrir annað mælitæki (evruna) þegar niðurstaða mælinganna afhjúpar vanhæfni þeirra.

Ef við tökum upp evruna fáum við niðurstöðu mælinga sem mælir ekki eingöngu framferði íslenskra stjórnmálamanna og viðskiptamanna heldur einnig erlendra viðskipta- og stjórnmálamanna.

Með því að taka upp evrunna myndu því íslenskir valdhafar útþynna heimsku sína í mælingunum með gáfulegri athöfnum meðal annarra þjóðfélaga. Ekki er þó víst að þetta myndi reynast íslenska þjóðarbúinu hagstætt vegna sérstöðu íslensks efnahagslífs.

Það má að lokum benda eftirfarandi:

Ef marka má nýja þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins mun það taka Íslendinga 30 ár (þ.e. árið 2039) að uppfylla skilyrði um heildarskuldir ríkissjóðs sem Evrópusambandið setur ríkjum sínum fyrir upptöku evru. Heildarskuldirnar mega ekki nema meiru en 60% af landsframleiðslu.

Eðlilega má spyrja sig að því hvort evrusvæðið og Evrópusambandið verði yfir höfuð til þá?


mbl.is Hugsanlegt hrun evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já 60% af landsframleiðslu og síðan hin 4 atriðin í Maastricht samkomulaginu líka. Hvað ætli það taki langan tíma fyrir okkur?

Guðni Karl Harðarson, 12.5.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband