2009-05-12
Er ég vondur hagfræðingur?
Nú eru snatar Samfylkingar og ESB-sinna mættir til leiks á blogginu. Einkenni svona snata er að þeir hefja gjarnan komment sín á niðrandi orðum um höfund færslunnar. Fékk einn slíkan inn hjá mér í dag sem segir:
...ég fer nú eins og aðrir að draga hagfræðiþekkingu þína í efa ...
Athyglisvert þetta með "eins og aðrir" en það gefur til kynna að vanþekking mín á flækjustígum hagfræðinnar sé orðið eitt helsta umræðuefni á kaffistofum bæjarins.
Það er auðvitað ekki gott þegar að hálfvitar eins og ég eru að tjá sig um málefni sem þeir hafa ekkert vit á og auðvitað á að eftirláta slíkt sérfræðingum samfylkingarinnar sem hafa sannað yfirburði sína með þátttöku í efnahagsstjórn landsins síðastliðinn tvö ár.
Höfundi kommentsins hugnast þó ekki að tilgreina frekar hverjir þessir aðrir eru en ég gef mér því að hér sé hún að vísa til einhverra félaga sína í samfylkingunni. Verð þó að segja að málflutningur af þessu tagi bendir ekki til þess að viðkomandi hafi mikla rökhæfni eða hafi lært grundvallaratriði gagnrýninnar umræðu.
Um 12 þúsund án atvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 578523
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er eitthvað til sem heitir 'góður hagfræðíngur' ?
Steingrímur Helgason, 12.5.2009 kl. 20:25
Góð spurning!
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.5.2009 kl. 20:31
Hefðbundin hagfræði á ekki við á tímum sem þessum. Við sjáum það best á því hvert hefðbundin hagfræðin skilaði okkursem fær mann til að álykta sem svo að hagfræði sé hugarburður - ekki vísindi. Því duga hefðbundin "ráð" hagfræðinnar ekki til að hjálpa okkur sem þjóð í þessum vanda. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjuleg ráð.
kveðja að norðan
Arinbjörn Kúld, 12.5.2009 kl. 20:43
Það hefur kannski átt að vera hrós að draga í efa hagfræðiþekkingu mína
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.5.2009 kl. 20:49
Það er svo undarlegt að oft eru hagfræðideildir háskólanna líkari ímyndarsmiðjum en vísindastofnunum. Pródúktið er oft furðulegt samband sjáfsagðra hluta og trúarfóstra.
AB (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:29
Sæl Jakobína!
Hafðu ekki áhyggjur af þessum smásálum sem draga hagfræði þína í efa ekki var hún betri hagfræðin hjá mörgum hagfræðingnum sem léku það hlutverk að vera á bak við tjöldin að búa til uppskriftir svo hinir fáu útvöldu gætu arðrænt þjóðina eins og frægt er nú orðið. Hagfræðingarnir sem bera ábyrgð á þessari matreiðlu vissu alla tíð hvert þetta allt myndi leiða okkur. Þeir þorðu ekki að koma fram opinberlega til þess að vara við þeirri skelfingu sem nú er komin yfir þjóðina þökk sé þeim sem eru svo ofsa góðir í hagfræði. Að lokum sendi ég mína hagfræði í sjávarútveginum myndrænt hér fyrir neðan. Litaði eina setningu rauða svona til að leggja áherslu á þú skilur.
Íslenska þjóðin í álögum kvótans
Í Fréttablaðinu dagana 9. til 12. des. 2004 var fjallað um kvótakerfið undir yfirskriftinni ,,Kvóti í 20 ár.”
Í umfjöllun blaðsins mátti sjá að flestir þeir sem tjáðu sig um málið hafa komið í gegnum tíðina að mótun kvótakerfisins og eiga jafnvel hagmuna að gæta eins og t.d. hæstvirtur forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson sem er nú í forsvari fyrir kvóta sem honum er úthlutað af íslenska ríkinu ár hvert. Hlutdeild hans er mæld í tugum milljóna króna sé verðmatið látið ráða sem útgerðarmenn hafa komið á sín á milli og bankar taka svo gilt eins og hvert annað veð. Kvótinn hækkar svo í verði samkvæmt veð-og lánsþörfinni sem þessir aðilar telja að sé viðunandi til að sýna stöðugleika í reksrinum. Og samhliða því skapast möguleiki á að skammta sér fé út úr greininni og skuldir útgerðarinnar hækka og reksturinn verður sífellt erfiðari. Það orkar tvímælis að sjá sitandi forsætisráðherra í slíkri stöðu og þurfa jafnframt að vera með forræðið yfir nytjastofnum á Íslandsmiðum sem er sameign íslensku þjóðarinar eins og kemur fram í fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða. Undirritaður skrifaði grein í Fréttablaðið 9.des 2004 sem hét ,,Braskið með kvótan heldur áfram.” Þar mátti sjá að þorsktonnið í litla kerfinu var þá á 750.000,- krónur og 1250.000,- krónur í því stóra. Hálfu ári eftir að grein þessi var skrifuð er verðgildi framsals á einu tonni af þorskkvóta nú metið á 1 milljón króna í litla kerfinu en 1.5 milljón króna í því stóra. Úthlutaðar þorskveiðiheimildir á þessu fiskveiðaári eru 209 þúsund tonn og því hægt að sjá að verðgildi þessara veiðiheimilda hafa hækkað á sex mánuðum um rúma 52 milljarða króna. Aðrar veiðiheimildir í öðrum tegundum má áætla að séu til samans annað eins. Þetta hefur sömu virkni eins og peningafalsanir á efnahagslífið enda má sjá að erlendar skuldir eru komnar í 200% af vergri landsframleiðslu. Hér er ef til vill lausnin komin hvers vegna stórar gengisfellingar hafa ekki orðið ennþá síðan þetta kerfi var styrkt með lögum um stjórn fiskveiða nr.38 1990 og útskýrir hvers vegna sjávarútvegurinn hafi ekki þurft á gengisfellingum að halda þetta tímabil þrátt fyrir allt of hátt gengi krónunnar fyrir sjálfbæran rekstur. Hágengisnefnd sjávarútvegsráðherra virðist hafa fengið það verkefni að dreifa athyglinni frá vandanum og styrkja trúverðuleika þessa kerfis til að fá þjóðarsálina til að trúa því að sjávarútvegurinn sé nú hættur að skipta máli og þá væntanlega til að réttlæta það að hleypa erlendum aðilum inn í greinina. Ráðherra þessa málaflokks segir það koma sér á óvart hversu sterkur íslenski sjávarútvegurinn sé í heild sinni eftir að hafa lesið nefndarálitið. Ég fullyrði að þetta á ekki við landvinnsluna því hún fær ekki úthlutaðan kvóta til að búa til fjármagn úr. Tölur Hagstofu Íslands sýna að útflutningsverðmæti sjávarafurða nemur yfir 60% af verðmæti vöruútflutnings landsmanna. Undirritaður óskar eftir að hagfræðingar stígi nú fram á ritvöllinn og útskýri fyrir þjóðinni hvað sé að gerast og hvað sé framundan.
Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 19. maí 2005
Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi eru að sligast undan háu gengi krónunnar.
Þegar leið fannst til að framleiða peninga án þess að sækja út á miðin snérist margt í andhverfu sína og milljarðarnir urðu til án þess að innistæða væri fyrir hendi með braski á sértækum úthlutuðum nýtingarétti til útgerða til veiða úr auðlind þjóðarinnar.
Skelfilegt er að undirstaða velferðar heillar þjóðar treystir sér ekki til að stunda sjálfbærar veiðar án ávinnings kvótabrasksins. Í grein eftir undirritaðan með sömu fyrirsögn sem birtist í Fréttablaðinu 19. maí sl. er fullyrt m.a. að þetta ætti ekki við um landvinnsluna því hún fengi ekki úthlutaðan kvóta til að búa til fjármagn úr.
Sjávarútvegsgreinarnar fá því minna fyrir framleiðslu sína og lánsfjárþörfin verður sífellt meiri sem þýðir enn hærri vaxtakostnað sem er þó nógur fyrir. Vextir hér á landi eru miklu hærri en erlendis og því versnar samkeppnisstaðan stöðugt okkur í óhag.
Þar að auki þarf íslenskur útflutningur að búa við verðtryggingu sem gerir allar rekstraráætlanir, ómarkvissari.
Það er ekki skrýtið að fyrirtæki í þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við geti borgað allt að því helmingi hærri laun á tímann fyrir verkamann í dagvinnu. Þýða ekki betri laun hærri tekjur fyrir ríkið til að ráðstafa í góð málefni?
Rækjuvinnslur og landvinnslur á bolfiski leggja upp laupana hver á fætur annarri.
Þetta sanna nýjustu dæmin í þessum geira t.d. á Húsavík, Súðavík, Stykkishólmi og Akureyri svo mjög að ekki verður við unað.
Og að halda því fram að betur hafi tekist til í Reykjanesbæ, Sandgerði, Bíldudal, Ísafirði, Stöðvarfirði, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, vikurnar þar á undan, væri hrein hræsni eða firra.
Fólkið stendur eftir agndofa og leitar eftir bjartsýnisgírnum og margir taka á það ráð að flytja til höfuðborgarsvæðisins og nágrenni þess því þar er mikil uppbygging á íbúðarhúsnæði og þjónustu. Í örvætingu sinni, leitandi að betri lífsafkomu, horfir það í forundran til stjórnarliða sem tala um góðæri, vinsælt orð á Davíðs-tímabilinu og hefur lærisveinn hans, Geir Haarde, viljað eins og flokksmenn hans í Sjálfstæðisflokknum að vaxtabætur yrðu aflagðar sem tryggði að tugir þúsunda heimila færu í gjaldþrot.
Verðtryggingin er nú farin að sanna gildi sitt fyrir bankana eins og íbúakaupendur sáu á nýjasta greiðluseðli íbúalána en þar má sjá að verðbætur hafa hækkað um tugir og jafnvel hundruð þúsunda króna á milli mánaða vegna verðbólgunnar.
Ráðamenn og bankar benda á eignabóluna sér til varnar, hækkun íbúðarhúsnæðis undanfarið en minnast ekki á alla milljarðana sem framleiddir voru í gegnum kvótabraskið inn í hagkerfið án þess að innstæða væri fyrir því.
Þess vegna er mikil undirliggjandi verðbólga sem almenningur á nú að greiða fyrir.
Ný könnun Gallups á fylgi Sjálfstæðisflokksins sýnir að margir láta blekkjast. Hann mælist með 44% fylgi en svarshlutfallið var þó aðeins 62% sem gerir þetta ekki að marktækri könnun en sýnir að fleiri hafi varann á þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
Grein þessi birtist í Fréttablaðinu í okt. 2005.
B.N. (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:50
Blessuð Jakobína.
Er þetta ekki ígildi medalíu?
En svona vinnubrögð eru mjög sorgleg. Fólk, sem gerir út á góðan málstað, hafði ekki verið nema rúma viku á þingi þegar það eignaðist svona Snata. Það er eins og valdhrokinn kalli fram minnisleysi á þá almennu umræðuhefð sem hefur í heiðri setningar "Er ekki sammála", "Mér finnst", "Ég tel" eða þá útskýra sín sjónarmið sem geta verið andstæð síðasta ræðumanni.
Við stjórnum jú okkar bloggi og þar getum við skammast út í eitt en það eru almennir mannasiðir að virða kurteisireglur þegar við erum gestir á öðrum síðum.
Annars vona ég að ég sé ekki að kasta mjög mörgum steinum úr glerhúsi.
Og baráttukveðjur,
Ómar.
Ómar Geirsson, 12.5.2009 kl. 22:06
Ég hef ekki lesið mikið í hagfræði, en það litla sem ég hef lesið þar er einmitt minnst á svipað scenario og varð valdur af þessari heimskreppu:
Þetta er ritað árið 1946 og lýsir alveg ótrúlega vel því ástandi sem myndaðist um undirmálslánin í bandaríkjunum og eins íbúðarlánamarkaðin hér.
Er ekki bara málið að það er lánað peninga með mjög óábyrgum hætti ef þú trúir því að ríkið eigi eftir að koma og skeina þér þegar þú kúkar á þig?
Viðar Freyr Guðmundsson, 12.5.2009 kl. 22:54
Þetta er ótrúlega fyndið hjá þér. Fyrst talarðu um "snata", svo kvartaðu undan því að þeir tali á "niðrandi" hátt um þig.
Það er varla hægt að skálda þetta!
Matthías Ásgeirsson, 13.5.2009 kl. 14:33
Matthías ég sé í fyrsta lagi ekki almennilega samhengið í því sem þú segir. Hvers vegna má ekki kvarta undan snötum?
Ég er auk þess ekkert að kvarta heldur finnst mér þetta aðallega fyndið. Enn einn anginn af ráðaleysi samfylkingarinnar eins og ég sé það.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.5.2009 kl. 15:58
Aumingja blessað fórnarlambið kæra Jakobína mín.
Elfur Logadóttir, 13.5.2009 kl. 16:21
Elfur er ekki svolítið barnalegt að fara inn á blogg hjá fólki og uppnefna það?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.5.2009 kl. 16:24
þú meinar að bara þeir sem skrifa það blogg megi uppnefna?
Langt er annars síðan "fórnarlamb" hefur talist uppnefni. Enda er þetta bara túlkun mín á orðum þínum.
Elfur Logadóttir, 13.5.2009 kl. 17:04
Elfur þetta orð snati er orðið viðtekið á blogginu og er notað um einstaklinga sem eru málssvarar til tekinna hagsmunaafla og fara inn á blogg og kasta skít í höfund bloggsins til þess að draga úr trúverðugleika hans.
Þú notar t.d. uppnefni sem eiga að visa til þess ég sé á einhvern hátt ekki marktæk vegna andlegs ástands sem felst í því að vera "bitur" og "fórnarlamb."
Þetta er aðferðafræði sem er sóðaleg og til lítils sóma fyrir þann sem fer fyrir þannig málflutningi. Hegðun af þessu tagi fellur undir það sem kallað er að beita aðra andlegu ofbeldi. Þú verður að fyrirgefa mér en ég er frekar ónæm fyrir þessu og því skítur þú yfir markið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.5.2009 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.