Leynimakkið sem fyrirbæri

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kynnti drög að þingsályktunartillögu um Evrópusambandsaðild fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna á fundi sem lauk síðdegis. Trúnaður ríkir um endanlegan texta tillögunnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Það eru auðvitað óþægilegt ef einhver fer að skipta sér af á meðan málið er á viðkvæmu stigi. Leynimakk er eitt helsta verkfæri ráðamanna í uppbyggingu múranna sem verja völd þeirra.

Ekki má sauðsvartur almúgurinn trufla valdhafanna þegar þeir eru að ráðskast með hann.


mbl.is Trúnaður ríkir um þingsályktunartillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég treysti því að spæjaraklíkan þín komist að leynimakkinu svo þú verðir fyrst með fréttirnar.

Offari, 13.5.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Offari. Hverjir eru i spæjaraklíkunni hennar Jakobínu?

Er ég þar?

Jakobína hvenær er næsti spæjaraklíkufundur

Guðni Karl Harðarson, 13.5.2009 kl. 22:11

3 Smámynd: Offari

Ég veit ekkert hverjir eru í klíkunu enda tel ég best að leynd hvíli yfir klíkuni því húnn hefur oft komist að leynimakki pólitíkusa og auðhringa og Jakobína hefur séð um að koma upplýsingunum til okkar.

Offari, 13.5.2009 kl. 22:22

4 identicon

Ég er algerlega sammála Jóhönnu.  Þetta er fullkomlega óþolandi að hugmyndir og tillögur séu ekki lagðar á borðið og þær ræddar af öllum sem vettlingi geta valdið.  Sennilega stafar þetta af minnimáttarkend - treysta sér ekki til að verja málið án forgjafar.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband